Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 756. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1466  —  756. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur um tvíhliða samninga við Evrópusambandið.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða tvíhliða samningar hafa verið gerðir við Evrópusambandið eftir að EES-samningurinn tók gildi?

    Eftirgreindir samningar hafa verið gerðir við Evrópusambandið eftir 1994 en eins og sjá má eru flestir þeirra gerðir ásamt fleiri ríkjum og eru því ekki hreinir tvíhliða samningar:

Ár Samningur Aths.
1996 Samningur í formi bréfaskipta um viðskipti með tilteknar landbúnaðarafurðir
1996 Viðbótarbókun við samninginn milli Efnahagsbandalags Evrópu og lýðveldisins Íslands í kjölfar aðildar lýðveldisins Austurríkis, lýðveldisins Finnlands og konungsríkisins Svíþjóðar að Evrópusambandinu
1999 Samningur í formi bréfaskipta milli Evrópubandalagsins annars vegar og lýðveldisins Íslands hins vegar um bókun 2 við samninginn milli Efnahagsbandalags Evrópu og lýðveldisins Íslands
1999 Samstarfssamningur Íslands og Noregs um þátttöku í Schengen-samstarfinu
2001 Samstarfssamningur við Europol
2003 Viðbótarbókun við fríverslunarsamning Íslands og ESB vegna aðildar lýðveldisins Tékklands, lýðveldisins Eistlands, lýðveldisins Kýpur, lýðveldisins Ungverjalands, lýðveldisins Lettlands, lýðveldisins Litháens, lýðveldisins Möltu, lýðveldisins Póllands, lýðveldisins Slóveníu og lýðveldisins Slóvakíu að Evrópusambandinu
2003 Samningur um aðild Tékklands, Eistlands, Kýpur, Lettlands, Litháen, Ungverjalands, Möltu, Póllands, Slóveníu og Slóvakíu að EES-samningnum
2003 Samningur milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um beitingu tiltekinna ákvæða samningsins frá 29. maí 2000 um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins og bókunar við hann frá 16. október 2001 Hefur ekki öðlast gildi
2005 Samningur Íslands og Evrópsku réttaraðstoðarinnar (Eurojust)
2005 Rammasamningur um þátttöku Íslands í hættustjórnunaraðgerðum á vegum ESB
2005 Bókun við samning milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram í aðildarríki eða á Íslandi eða í Noregi
2006 Aðildarsamkomulag Íslands og Evrópska lögregluskólans (Cepol)
2006 Samningur milli lýðveldisins Íslands og Evrópusambandsins um öryggisverklag vegna skipta á trúnaðarupplýsingum
2006 Fjölhliða samningur milli Evrópubandalagsins og aðildarríkja þess, lýðveldisins Albaníu, borgaralegrar stjórn-sýslu Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó, Bosníu og Hersegóvínu, lýðveldisins Búlgaríu, lýðveldisins Íslands, lýðveldisins Króatíu, Makedóníu, fyrrum lýðveldis Júgóslavíu, konungsríkisins Noregs, Rúmeníu, lýðveldisins Serbíu og lýðveldisins Svartfjallalands um stofnun samevrópsks flugsvæðis Hefur ekki öðlast gildi
2007 Samningur í formi bréfaskipta um viðskipti með landbúnaðarafurðir, sbr. 19. gr. EES-samningsins
2007 Samningur um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum
2007 Samningur um þátttöku Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu í Evrópska efnahagssvæðinu og viðbótarbókun við hann.
2007 Samkomulag milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs um þátttöku þeirra ríkja í starfsemi Evrópustofnunar um framkvæmd samvinnu á ytri landamærum aðildarríkja Evrópusambandsins
2007 Samningur milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs (framsal sakamanna) Hefur ekki öðlast gildi
2009 Samningur milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna um stofnun og um forréttindi og friðhelgi sendinefndar framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna á Íslandi
2009 Samningar um aðild Íslands og Noregs að loftferðasamningi ESB og Bandaríkjanna
2009 Samningur Íslands og Noregs um framkvæmd tiltekinna ákvæða ákvörðunar ESB nr. 2008/615/JHA um samstarf gegn hryðjuverkum og afbrotum þvert á landamæri
2010 Viðbótarbókun við samninginn milli Efnahagsbandalags Evrópu og lýðveldisins Íslands
2010 Samningur milli Evrópusambandsins, Íslands, Furstadæmisins Liechtensteins og Konungsríkisins Noregs um EES-fjármagnskerfið 2009–2014
2010 Samningur milli Evrópubandalagsins og lýðveldisins Íslands, Konungsríkisins Noregs, Ríkjasambandsins Sviss og Furstadæmisins Liechtensteins um viðbótarreglur um sjóðinn vegna ytri landamæra fyrir tímabilið 2007–2013
Ekki
undirritaður
Samningur um þátttöku Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss í nefndum framkvæmdastjórnar ESB á sviði Schengen-samstarfsins