Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 449. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 33/139.

Þskj. 1654  —  449. mál.


Þingsályktun

um menntun og atvinnusköpun ungs fólks.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að hafa yfirumsjón með mótun aðgerðaáætlunar sem hafi þann tilgang að samþætta áherslur í menntastefnu og atvinnustefnu stjórnvalda með áherslu á að greina menntunarþörf atvinnulífsins, auka vægi starfsnáms í íslensku menntakerfi og þróa nýjar fjölbreyttar starfsnámsleiðir.
    Aðgerðaáætlunin verði mótuð í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti, samtök launafólks og
atvinnurekenda, háskóla, framhaldsskóla, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Landssamband æskulýðsfélaga og Vinnumálastofnun. Stefnt verði að því að skila niðurstöðum fyrir 1. desember 2011.

Samþykkt á Alþingi 7. júní 2011.