Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 596. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1795  —  596. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis (nefndaskipan, eftirlitshlutverk Alþingis o.fl.).

Frá þingskapanefnd.



     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr. og orðist svo:
                  Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Samkomudagur Alþingis er annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Á undan orðinu „skipaðar“ í 1. mgr. komi: að jafnaði.
                  b.      Við 1. tölul. Á eftir orðunum „dóms- og löggæslumál“ komi: mannréttindamál.
                  c.      Við bætist nýr töluliður er orðist svo:
                2.     Efnahags- og viðskiptanefnd.
                            Nefndin fjallar um efnahagsmál almennt, viðskiptamál, þ.m.t. bankamál og fjármálastarfsemi, svo og skatta- og tollamál.
                  d.      2. tölul., er verði 3. tölul., orðist svo:
                3.     Atvinnuveganefnd.
                    
    Nefndin fjallar um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.
                  e.      3. tölul., er verði 4. tölul., orðist svo:
                4. Umhverfis- og samgöngunefnd.
                         Nefndin fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.
                  f.      4. tölul., er verði 5. tölul., orðist svo:
                5. Fjárlaganefnd.
                         Nefndin fjallar um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir, og ríkisábyrgðir og lífeyrismál. Nefndin veitir efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um þingmál er varða tekjuhlið fjárlaga. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
                  g.      Við 5. tölul., er verði 6. tölul., bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.
                  h.      Við 6. tölul., er verði 7. tölul. Á eftir orðinu „félagsþjónustu“ komi: málefni barna.
                  i.      Við 7. tölul., er verði 8. tölul. Í stað orðanna „kanna einstakar ákvarðanir eða verklag hjá ríkisstjórn eða stjórnsýslu hennar“ í 2. mgr. komi: kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir 3. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má víkja frá þessu til að samstarf þingflokka á Alþingi endurspeglist í nefndum.
                  b.      Orðin „og þá fara eftir sömu reglu“ í lok 7. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verði 9. málsl. og orðist svo: Heimilt er í tillögunni að víkja frá fjölda fulltrúa í fastanefndum.
     4.      Á eftir 9. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir 2. málsl. 21. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Fundargerð skal samþykkt annaðhvort í lok fundar eða í upphafi næsta fundar nefndar og því næst birt á vef þingsins. Undan skal þó fella þau atriði fundargerðar sem hafa að geyma þagnarskyldar upplýsingar. Hver nefnd heldur gerðabók þar sem bóka skal trúnaðarmál.
     5.      Við 12. gr. bætist nýr stafliður er orðist svo:
             c.     Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                          Fjármálaráðherra skal leggja fyrir Alþingi, eigi síðar en 1. apríl ár hvert, tillögu til þingsályktunar um meginskiptingu útgjalda fjárlaga næsta fjárlagaárs (ramma), svo og greinargerð um breytingar á tekjuöflun ríkisins. Með tillögunni skal fylgja áætlun um ríkisfjármál næstu þriggja ára þar á eftir.
     6.      Á eftir 15. gr. komi ný grein er orðist svo:
             Við 2. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur skal nefnd láta endurskoða kostnaðarmat stjórnarfrumvarps, sbr. 36. gr., ef hún gerir verulegar breytingartillögur við frumvarpið.
     7.      Við 18. gr.
                  a.      Við bætist nýr stafliður, er orðist svo:
                   a.    Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórnarfrumvörpum skal fylgja mat á kostnaði fyrir ríkissjóð við lögfestingu þeirra.
                  b.      Í stað dagsetningarinnar „15. mars“ í b-lið komi: 1. apríl.
                  c.      Við b-lið bætist nýr málsliður er orðist svo: Samþykkis má þó fyrst leita þegar liðnir eru fimm dagar frá útbýtingu frumvarpsins en frá því má víkja ef þrír fimmtu hlutar þeirra þingmanna er um það greiða atkvæði samþykkja.
     8.      Við 20. gr.
                  a.      B-liður falli brott.
                  b.      Á eftir b-lið komi nýr stafliður er orðist svo: Við lokamálsgreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samþykkis má þó fyrst leita þegar liðnir eru fimm dagar frá útbýtingu tillögunnar en frá því má víkja ef þrír fimmtu hlutar þeirra þingmanna er um það greiða atkvæði samþykkja.
                  c.      Við síðari málsgrein c-liðar bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar. Nefndin getur lagt fyrir þingið álit sitt á skýrslu ráðherra og, ef hún telur ástæðu til, gert tillögur til þingsins um einstök atriði í skýrslunni.
     9.      Við 21. gr. Við d-lið bætist: sbr. 136. gr. almennra hegningarlaga.
     10.      Á eftir 22. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   47. gr. laganna orðast svo:
                  Alþjóðanefnd skal leggja fyrir þingið ár hvert skýrslu um starfsemi sína. Skýrslum alþjóðanefnda skal vísa til utanríkismálanefndar til umfjöllunar. Utanríkismálanefnd getur lagt fram skýrslu um alþjóðastarf Alþingis, á grundvelli skýrslna alþjóðanefnda, og kemur hún á dagskrá eftir sömu reglum og almennt gilda um skýrslur.
     11.      Við 23. gr. Við bætist tveir nýir stafliðir er verði b- og c-liðir og orðist svo:
        b.    Í stað orðanna „eigi síðar en tíu virkum dögum“ í 6. mgr. kemur: eigi síðar en 15 virkum dögum.
         c.    Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Takist ráðherra ekki að svara fyrirspurninni innan þess frests sem ákveðinn er í þessari grein skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því, svo og hver ástæðan er og hvenær vænta megi svars til Alþingis.
     12.      Við 30. gr. B-liður orðist svo:
        b. (81. gr.)
                  Forsætisnefnd skal undirbúa og leggja fram þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn.
                  Forsætisnefnd fjallar um mál er varða siðareglur alþingismanna, framkvæmd þeirra og brot á þeim.
     13.      Við 31. gr. Greinin orðist svo:
                  Við 2. mgr. 76. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um meiri hluta nefndar.
     14.      Við 37. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Ákvæði til bráðabirgða í lögum um rannsóknarnefndir falla“ í 2. mgr. komi: Ákvæði til bráðabirgða I í lögum um rannsóknarnefndir fellur.
                  b.      Við bætist ný málsgrein er verði 2. mgr. og orðist svo:
                     Nýtt ákvæði 1. gr., um samkomutíma Alþingis, og c-liður 14. gr., um áætlun um skiptingu útgjalda ríkisins næsta fjárlagaár, öðlast gildi 1. september 2012.
     15.      Við 38. gr. Í stað orðanna „atvinnuvega- og viðskiptanefnd“ í lok 5. tölul. og 6. tölul. komi: efnahags- og viðskiptanefnd.
     16.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                  Starfshættir fastanefnda, svo og skipting málefna milli þeirra, sbr. 5. gr. laga þessara, komi til endurskoðunar innan árs frá gildistöku laganna.
                  Við upphaf næsta löggjafarþings skal kjósa nefnd níu þingmanna sem vinnur að frekari endurskoðun þingskapa og hefur hliðsjón af áliti sérnefndar sem fjallaði um breytingar á þingsköpum á 139. löggjafarþingi.