Lagning raflína í jörð

Miðvikudaginn 01. febrúar 2012, kl. 15:46:20 (4829)


140. löggjafarþing — 52. fundur,  1. feb. 2012.

lagning raflína í jörð.

402. mál
[15:46]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Um málið sem hér liggur fyrir hefur verið gott samkomulag í umhverfis- og samgöngunefnd, fyrst og fremst vegna þess að þannig hefur verið haldið á því af hálfu hv. formanns nefndarinnar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem leitt hefur öll sjónarmið fram. Tilgangur tillögunnar er einmitt að leiða öll sjónarmið fram varðandi kosti þess og galla að leggja raflínur í jörðu. Við þekkjum umræðuna um það, um kostnað og umhverfisskaða sem hlotist getur af loftlínum og jarðlínum. Tillagan gengur út á það að skoðað verði með hlutlausum og opnum hætti hvernig standa megi að lagningu jarðlína þannig að markmið um hagkvæmni og umhverfisvernd náist sem best. Í ljósi þess fagna ég því að málið nái fram að ganga og vona að sú skoðun sem þarna er (Forseti hringir.) gert ráð fyrir megi verða til þess að umræða um þessa þætti verði upplýstari en oft hefur verið í þjóðfélaginu.