Staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra

Fimmtudaginn 16. febrúar 2012, kl. 14:05:14 (5383)


140. löggjafarþing — 58. fundur,  16. feb. 2012.

staða lífeyrissjóðanna, munnleg skýrsla fjármálaráðherra.

[14:05]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar rætt er um að A-deildin sé með skuldbindingar upp á 47 milljarða kr. er væntanlega verið að tala um heildarstöðu en ekki áfallnar skuldbindingar. Þar er munurinn. Þegar rætt er um þessa 47 milljarða kr. skuldbindingu er það heildarstaðan. En áfallnar skuldbindingar eru hins vegar 4,2 milljarðar — þannig að því sé til haga haldið þegar rætt er um upphæðir.

Vissulega finnst mér spurning hv. þingmanns, um hver beri ábyrgð þegar slíkar ákvarðanir eru teknar í stjórninni, hvort það er fjármálaráðherra eða stjórnarmenn, eiga rétt á sér. Mér finnst að það þurfi að skoða hana. Auðvitað er stjórnin með ákveðið erindisbréf og á henni hvíla ákveðnar skyldur, en stjórnarmenn eru þar fulltrúar fyrir atvinnurekandann. Fyrir hann svarar þá fjármálaráðherra.