Skilgreining á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda

Fimmtudaginn 23. febrúar 2012, kl. 11:33:36 (5670)


140. löggjafarþing — 61. fundur,  23. feb. 2012.

skilgreining á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda.

196. mál
[11:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna sérstaklega þessari atkvæðagreiðslu og brýni það fyrir ríkisstjórninni að vinda sér í þessa vinnu. Ég fagna jafnframt og vona að í auknum mæli verði samstarf milli þessara þriggja þjóða sem deila því að vera smáþjóðir úti í Norður-Atlantshafi. Það hefur brunnið við undanfarin ár, eftir því sem ísinn er að minnka hérna fyrir norðan okkur, að við stöndum frammi fyrir mjög miklum og brýnum ákvörðunum sem tengjast þjóðaröryggi okkar. Væntanlega verða þessi mál jafnframt reifuð í nefnd um þjóðaröryggisstefnu landsins.