Afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra

Fimmtudaginn 01. mars 2012, kl. 11:11:02 (6125)


140. löggjafarþing — 65. fundur,  1. mars 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:11]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við horfum í raun mögulega upp á tvær atkvæðagreiðslur. Það er í það minnsta tillaga meiri hlutans að efnt verði til annarrar atkvæðagreiðslu verði felld tillaga um að vísa málinu frá. Ég held, ekki síst vegna orða hæstv. forsætisráðherra, að það sé mjög mikilvægt að við komumst í seinni atkvæðagreiðsluna, til að við fáum staðfestingu á því að hæstv. forsætisráðherra sé enn þá sömu skoðunar og hún var 2010. Fyrri atkvæðagreiðslan er endurtekning á því sem gert var í janúar, það er ekkert öðruvísi. Málinu verður þá vísað aftur frá. Það er endurtekning á því efni. Það er því mjög mikilvægt að við komumst í seinni atkvæðagreiðsluna og ég hvet þingmenn til að sjá til þess.