Tilkynning um skrifleg svör

Miðvikudaginn 21. mars 2012, kl. 15:02:26 (6683)

140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:02]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hafa fjögur bréf um frestun á því að skrifleg svör við fyrirspurnum berist. Frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 842, um íbúðir í eigu banka og lífeyrissjóða, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga. Óskað er eftir frekari fresti til 28. mars nk.

Frá utanríkisráðuneyti: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 848, um starfsmannastefnu ráðuneytis varðandi atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, frá Helga Hjörvar. Upplýst er að enn verði tafir á svari en það muni berast eigi síðar en 30. mars nk.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 805, um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa, frá Vigdísi Hauksdóttur. Upplýst er að enn verði tafir á svari en það mun berast eigi síðar 30. mars nk.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 883, um starfsmannahald og rekstur sendiráða Íslands, frá Vigdísi Hauksdóttur. Úrvinnsla fyrirspurnarinnar reyndist tímafrekari en ætlað var svo enn verða tafir á svari en það mun berast eigi síðar en 30. mars nk.