140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er kannski svolítið barnaskólalegt að taka það fram en ég held að ég hafi varla notað helming af þeim tíma sem ég hafði til framsögu í dag þannig að ég er ekki að lengja tíma minn fram yfir það sem eðlilegt getur talist. Ég kalla það ekki málþóf að vilja bera af sér sakir þegar þingmaður er sakaður um að ljúga í ræðustól Alþingis.