140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:36]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að rétt sé í upphafi þessarar umræðu að velta því upp hvort það sé eðlismunur á þeirri starfsemi sem hér um ræðir, þ.e. þeim styrkjum sem um er rætt og skattfrelsi þeirra og öðrum styrkveitingum sem Ísland hefur vissulega átt aðild að. Hér er auðvitað um að ræða aðildarstyrki sem bundnir eru aðildarviðræðunum, þeir eru í nánum tenglum við þær og eru þess vegna á engan hátt sambærilegir við þátttöku okkar til langs tíma að ýmsum öðrum rannsóknaráætlunum og samstarfsáætlunum á hinum og þessum sviðum. Þetta er töluvert ólíkt af því að þetta er bundið aðildarsamningnum. Eins og hv. þm. Jón Bjarnason hefur bent á eru þetta aðlögunarstyrkir, þeir heita það beinlínis í þeim reglugerðum sem liggja til grundvallar þessum styrkveitingum.