140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[15:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get svo sem ekki svarað þessu öðru en því að hér er ekki um neinn blekkingaleik að ræða. Hér er allt upp á borðum. Það var ákveðið 22. febrúar og þingsályktunartillaga samþykkt í þinginu sem gerði ráð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Það var reyndar lagt til að hún yrði 30. júní, m.a. til að spara peninga, en það tókst ekki þannig að nú leggjum við þessa tillögu til.