140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt skilið hjá þingmanninum og það er ljóst að ekki verða bornar fram fleiri spurningar ef fer að óskum þingmannsins og þetta verður ekki samþykkt, þá verður ljóst að engar spurningar verða lagðar fram. En annars er þetta hárrétt skilið.

Það er ósk mín að okkur takist öllum fram að — hvað ætli sé langt þangað til, tíu mánuðir eða níu eða eitthvað svoleiðis — þeim tíma að sameinast um það mikla verkefni sem hér er og bera virðingu fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið af mjög hæfu fólki sem var valið til þess af 37% þjóðarinnar.