140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna sem var efnismikil og ágæt. Hann spyr: Hvað þýðir þessi spurning um þjóðkirkjuna? Hún þýðir nákvæmlega það sem þar segir: Vilt þú að ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá? Slíkt ákvæði er ekki í tillögum stjórnlagaráðsins. Þar er hins vegar kveðið á um kirkjuskipunina og henni verður ekki breytt nema með þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að það sé alveg ljóst.

Það er hins vegar ein af þeim grundvallarspurningum sem hafa komið upp hvort rétt sé að hafa ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni. Spurningin snýst um það, það er ekkert flóknara. Ég verð síðan að reyna að svara öðrum spurningum í síðara andsvari.