140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:08]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Við kusum í þessum sal fyrir tæpum þremur árum um þá spurningu hvort leggja ætti fyrir þjóðina spurninguna um að fara í aðildarviðræður. Því var hafnað af meiri hluta þingheims. Það kunna að vera einhver rök fyrir því að endurtaka atkvæðagreiðslur í þinginu ef upp kemur algjör forsendubrestur í því máli sem um ræðir. Ekkert slíkt á við í þessu tilviki. Ekkert í aðildarviðræðunum hefur komið fram sem gefur tilefni til þess að taka upp þessa ákvörðun Alþingis frá sumarmánuðum 2009.

Ég tel afar mikilvægt, einmitt til að við komumst úr því fari að umræðan um Evrópusambandið byggi á fordómum, hindurvitnum og tröllasögum, að við fáum samning á borðið sem hefur öll efnisatriði málsins klár og þjóðin geti á grundvelli samningsins tekið afstöðu til þess hvort hún vill ganga inn í sambandið eða ekki.

Ég segi því já við áframhaldandi aðildarviðræðum en nei við þessari tillögu.