Lengd þingfundar

Miðvikudaginn 30. maí 2012, kl. 15:06:57 (11519)


140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur um að við höfum nefndadaga á morgun. Mig langar líka til að skora á þingflokksformenn að koma með nýja starfsáætlun. Það væri mjög gagnlegt að vita hvað við ætlum að vera hérna lengi (Gripið fram í.) og ég óska jafnframt eftir því að þingflokksformenn hittist og taki ákvörðun um að hleypa í gegn þeim brýnu málum sem verða að komast í afgreiðslu, t.d. nýjum barnalögum. Getum við ekki slitið þessum fundi, byrjað á nýjum og tekið í gegn þau brýnu mál sem virkilega varða hagsmuni svo margra Íslendinga sem hafa beðið svo lengi? (Gripið fram í.)