140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:32]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Það blasir við öllum sem líta yfir þessi mál að um aðlögun er að ræða. Mér fyndist heiðarlegast og eðlilegast hjá ESB-sinnum að viðurkenna það. Við erum að fara inn í Evrópusambandið á grundvelli reglna Evrópusambandsins. Það er heiðarleg afstaða þeirra sem styðja umsókn. Ég er á móti henni. Menn eiga bara að leggja spilin á borðin og spila nákvæmlega eins og staðreyndirnar liggja fyrir.

Ef þessi 34 aðlögunarmál á síðasta þingi segja ekki sína sögu, (Gripið fram í.) á þessu þingi, þá voru þau (Gripið fram í.) 18, (Gripið fram í.) á fyrra þingi, á þingi undan þessu. Ég verð að segja að mér finnst ESB-aðildarsinnar berja hausnum við steininn. Það er mín bjargfasta skoðun.

Menn eiga bara að koma fram blákalt og opinskátt að málunum og viðurkenna (Forseti hringir.) staðreyndir.