Veiðigjöld

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 21:26:00 (11872)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:26]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég sagði að það hefði mikið að segja hvernig hitt frumvarpið verður afgreitt. Við skulum bara fara aðeins yfir það. Ég kom líka inn á þær breytingar sem meiri hlutinn gerir gagnvart gjaldtökunni sem ég tel til bóta. Við megum heldur ekki gleyma því að nú liggur fyrir ákvörðun meiri hlutans um að leggja þetta á þorskígildi fyrir næsta fiskveiðiár. Ég varaði við því að ef gjaldið yrði lagt á ákveðin þorskígildi eins og lagt er til gæti það haft mikil áhrif á afkomu fyrirtækjanna hvernig hitt málið verður afgreitt og jafnvel þó að þessi aðlögun sé í gildi. Ég er hlynntur gjaldtökunni þó að hægt sé að takast á um það hvort gjaldið sé hátt eða lágt. Á kvótaárinu 2012/2013 er þetta lagt á þorskígildið og ef kerfisbreytingarnar eru gerðar til viðbótar getur það riðið mörgum fyrirtækjum að fullu vegna þess eins að núna er það bundið við ígildið sem slíkt.