Veiðigjöld

Miðvikudaginn 06. júní 2012, kl. 17:07:31 (12342)


140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:07]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að ég átta mig ekki alveg á hvað hæstv. forseti átti við þegar hún beindi þeim tilmælum til hv. þingmanns að gæta að virðingu þingsins og væntanlega orða sinna. Ég velti því fyrir vegna þess að ég heyrði ekki hvað hv. þingmaður sagði sem ætti að vega að virðingu þingsins eða að virðingu hv. þingmanns sjálfs.

Ég vil benda hæstv. forseta á það orðbragð sem hv. stjórnarliðar hafa viðhaft á undangengnum dögum. Hv. þm. Skúli Helgason sagði í tvígang í ræðu í gær að Landssambandi íslenskra útvegsmanna væri skítsama um fólkið. Er þetta til þess að auka veg og virðingu Alþingis? Og hefði ekki í raun og veru þurft að áminna hv. þingmann? Fyrir utan það að hv. þingmenn stjórnarliðsins hafa sakað okkur þingmenn stjórnarandstöðunnar (Forseti hringir.) um að ganga fram í þágu sérhagsmuna. Það er náttúrlega mjög slæmt (Forseti hringir.) fyrir þingmenn að þurfa að sitja undir slíku.