140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:33]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Johnsen fyrir ræðu hans. Hann flutti eina af sínum yfirgripsmiklu ræðum sem hann er þekktur fyrir. Mig langar til að spyrja hv. þingmann út í eitt. Það hefur komið fram að mörg sveitarfélög hafa sent frá sér umsagnir um þetta mál þar sem þau gagnrýna málið mjög, hafa áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar, hafa áhyggjur því að veiðigjaldið muni veikja hinar dreifðu byggðir landsins vegna þess hversu hátt það er. Hins vegar segja hv. stjórnarliðar, til að mynda kom í gær einn hv. stjórnarliði og fulltrúi í atvinnuveganefnd, Sigmundur Ernir Rúnarsson, og hélt því fram að veiðigjaldið sem talað er um og verðið á því styrkti landsbyggðina. Það að setja svo hátt veiðigjald styrkti landsbyggðina. Mig langaði til að fá sýn hv. þingmanns á (Forseti hringir.) þetta. Er hann sammála þeim fjölmörgu sveitarfélögum sem hafa veitt umsagnir um málið um að þetta veiki landsbyggðina (Forseti hringir.) eða er hann sammála hv. þingmanni Samfylkingarinnar? Ég vil gjarnan fá (Forseti hringir.) rökin fyrir svari hv. þingmanns.