140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:20]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það hefur um áratugaskeið verið viðtekin venja í Alþingi að ráðherrar hafi verið viðstaddir jafnvel langar umræður í stórum málum. Einn hæstv. ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur látið sjá sig af og til og er það vel, enda er hann gamalreyndur og kann þessa siði. Það er mjög gott mál. Hins vegar er ástæða til þess að þakka forseta sérstaklega fyrir það að nú eru gluggatjöld dregin frá á ný sem ekki hefur verið í nokkur ár. Hér hefur allt verið gert fyrir luktum tjöldum eins og í mörgum mafíuhópum erlendis. En nú er þetta afgreitt og það er gott að geta fylgst með birtunni, komið inn í daginn og það er ástæða til að þakka fyrir það.

Virðulegi forseti. Færeyingar hafa gott orðatiltæki sem við getum nú við upplifað það, að dagur dettur af degi.