140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[02:02]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson nefndi vinnulöggjöfina og mat og slíkt. Ég kom reyndar með nesti með mér svo að frú forseti þarf ekki að hafa áhyggjur af mér hvað þetta varðar. Hins vegar þætti mér við hæfi að virðulegur forseti gæfi okkur smátíma, jafnvel hlé til að hafa lítið afmælissamkvæmi og bjóða upp á afmælisköku í tilefni þess að nú erum við komin yfir á afmælisdag hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar og óska ég hv. þingmanni til hamingju með afmælið. Ég held að það færi vel á því, virðulegur forseti, að við notuðum tækifærið fyrst hv. þingmaður er staddur hér núna, eins og hann er reyndar yfirleitt. Það hefur varla farið fram hjá virðulegum forseta hversu duglegur hv. þingmaður er að mæta í vinnuna. Hæstv. utanríkisráðherra er hins vegar ekki staddur hér. Sá hefði örugglega gaman af því að borða eins og eina (Forseti hringir.) sneið af afmæliskökunni. Ég ítreka því beiðni mína frá því áðan um að hæstv. utanríkisráðherra verði (Forseti hringir.) kallaður á fundinn.