Innheimtulög

Mánudaginn 18. júní 2012, kl. 11:29:26 (13849)


140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

innheimtulög.

779. mál
[11:29]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að upplýsa það að ég er ekki í nefndinni. Ég er reyndar áheyrnarfulltrúi þar og sat fund þar sem fulltrúar úr réttarfarsnefnd komu og þetta var heilmikið rætt. Auðvitað á kröfuhafinn líka einhvern eignarrétt en eins og við vitum, og það gerir þessi mál kannski enn ljótari, er að það er ekki aðeins um að ræða ólöglega vörslusviptingar heldur eru þetta líka oft ólögleg lán. Við höfum horft upp á það að fólk hefur misst eigur sínar vegna þess að skuldir tvöfölduðust en svo hafa þær kannski gengið til baka aftur þannig að viðkomandi skuldaði aldrei svona mikið og hefði getað staðið undir greiðslunni ef allt hefði verið eðlilegt.