140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[21:02]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Rétt áðan voru umræður um vandann í Suður-Evrópu. Með þessari tillögu er lagt til að vísa þessu frumvarpi til ríkisstjórnarinnar og að henni verið falið að beina því til Evrópusambandsins að fjármunirnir verði nýttir til aðstoðar almenningi í Grikklandi og víðar í Suður-Evrópu. Ég held að almenningi í þessum löndum veitti ekki af 5–6 milljarða kr. aðstoð miðað við þær efnahagslegu hamfarir sem þar ganga yfir af völdum evrunnar. Okkur berast fregnir af aukinni fátækt, að almenningur eigi ekki fyrir lyfjum og fleiru slíku.

Núna gefst þingheimi raunverulegt tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og sýna þá félagslegu hugsjón sem býr í okkur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)