Barátta gegn einelti

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 13:37:08 (1233)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

barátta gegn einelti.

[13:37]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir greinargott svar þar sem ráðherra fór ágætlega yfir það sem hægt er að gera og er verið að gera. Engu að síður stöndum við frammi fyrir því að á umliðnu ári að minnsta kosti hefur umræðan um einelti orðið mjög áberandi og orðið þannig að eineltismál standa okkur öllum nærri. Þess vegna vil ég spyrja enn frekar um þau atriði sem tengjast kennaramenntuninni.

Ég hef áður talað um það í þessum stól að ég held að það skipti mjög miklu máli að bæði þingið og allsherjar- og menntamálanefnd fókusera á það hvers konar kennaramenntun við ætlum að bjóða upp á. Hluti af því er hvernig eineltisfræðslunni er hagað í kennaramenntuninni.

Ég vil líka fá fram viðhorf ráðherra til þess sem kemur fram í skýrslunni um markvissari vinnubrögð í framhaldsskólum. Við höfum einblínt mjög á grunnskólann. Hvað með framhaldsskólann, hvað hefur verið gert innan framhaldsskólans sem er undir hatti ríkisvaldsins?