Fjárlög 2012

Miðvikudaginn 30. nóvember 2011, kl. 16:01:07 (2211)


140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:01]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um lið 5, Skattar á vörur og þjónustu, þar sem ríkisstjórnin viðheldur áfram miklum álögum á almenning, heimilin í landinu, með háum vörugjöldum og háu eldsneytisverði. Við framsóknarmenn höfum bent á að nú sé nóg komið af háum álögum á skuldug heimili og atvinnulíf í landinu. Það þarf að breyta um stefnu, það þarf að auka verðmætasköpun. Við höfum lagt fram okkar tillögur í þeim efnum. Þessi sveltistefna sem ríkisstjórnin leggur fram enn eitt árið gengur einfaldlega ekki upp. Það sjá allir nema ríkisstjórnin ein.