Fjárlög 2012

Miðvikudaginn 07. desember 2011, kl. 15:59:44 (2690)


140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:59]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs vegna þess að hér hefur auðlegðarskattur borist í tal. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef og koma frá ríkisskattstjóra hafa það sem af er þessu ári flutt til útlanda 28 einstaklingar sem greiða auðlegðarskatt. Alls greiða um 4.500 einstaklingar hér á landi auðlegðarskatt í sameiginlegan sjóð okkar en 28 þeirra hafa flutt af landinu það sem af er þessu ári. Þessir einstaklingar borguðu samtals 51 milljón í auðlegðarskatt en alls erum við að safna 4.500 milljónum í auðlegðarskatt. Þær fréttir sem hingað hafa borist um að auðmenn séu að flytja úr landi eru sem sagt rangar samkvæmt þeim gögnum sem hafa borist frá ríkisskattstjóra. Það er ágætt að þetta sé haft í huga þegar menn koma hér í pontu og hafa rangt við, virðulegi forseti.