Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 14. desember 2011, kl. 21:14:26 (3176)


140. löggjafarþing — 36. fundur,  14. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[21:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil ekki útiloka að aukin tekjuöflun á einhverjum sviðum hafi verið nauðsynleg, ég ætla ekki að alhæfa með þeim hætti. Á hinn bóginn þegar farið er út í það á tiltölulega stuttu tímabili, tveimur og hálfu ári, að hækka eiginlega alla skatta sem til eru í landinu, suma umtalsvert, og að búa til nýja skatta, þá rennur mér eiginlega kalt vatn milli skinns og hörunds.