Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Laugardaginn 17. desember 2011, kl. 14:58:37 (3659)


140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

239. mál
[14:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. formaður fjárlaganefndar fór nákvæmlega yfir það áðan hvernig hún getur samþykkt þetta. Ég fór yfir að það væri mjög brýnt að finna framtíðarlausn og að einmitt þessi ríkisstjórn hefði sett púður í að fara yfir það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjárlög eru samþykkt í ljósi þess að það vanti iðgjöld inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það var gert árið 2000, árið 2001, árið 2002, árið 2003, árið 2004, árið 2005, árið 2006, árið 2007, árið 2008, árin 2009, 2010, 2011 og núna árið 2012.

Ég tek undir það með hv. þingmanni að það er mjög mikilvægt að finna lausn á þessum vanda. Það var ágætt að settir voru inn 150 milljarðar en eftir standa 350 milljarðar þegar þáverandi ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ákváðu að lækka (Gripið fram í.) frekar skatta en að greiða inn á þær skuldbindingar.