Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Laugardaginn 17. desember 2011, kl. 16:21:19 (3677)


140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

239. mál
[16:21]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Á síðustu áratugum hafa hlaðist upp lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs upp á tugi og hundruð milljóna. Um stórt hagsmunamál er að ræða fyrir launafólk og ríkissjóð.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sýnt þann dug að setja lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs á dagskrá og er verið að vinna að [Kliður í þingsal.] sátt í þeim málum. (Gripið fram í.) Hv. fjárlaganefnd mun taka lífeyrisskuldbindingar á dagskrá í upphafi næsta árs og tryggja að fundinn verði farvegur til framtíðar fyrir þessi mál sem hefur verið forsómaður hér áratugum saman. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í.)