Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 222. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 228  —  222. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um aukaframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.



Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hvert hefur verið árlegt aukaframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá árinu 2007, á núgildandi verðlagi, og hvernig hefur það skipst niður á einstök sveitarfélög?
     2.      Hvað hefur þetta framlag numið miklum hluta af heildarskatttekjum þessara sveitarfélaga á þessu árabili?
     3.      Hvað er þetta framlag hátt á hvern íbúa skipt eftir sveitarfélögum á framangreindu árabili?
     4.      Hvað er áætlað, að óbreyttum reiknireglum, að ákvörðun innanríkisráðherra og fjármálaráðherra að ráðstafa 300 millj. kr. af aukaframlagi þessa árs til eins sveitarfélags leiði til mikillar skerðingar á aukaframlaginu til einstakra sveitarfélaga?


Skriflegt svar óskast.