Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 69. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 268  —  69. mál.




Svar



mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Þórs Saari
um kostaðar stöður við skóla á háskólastigi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar stöður við skóla á háskólastigi hafa verið kostaðar af fyrirtækjum, samtökum eða stofnunum frá árinu 1995 og hversu lengi? Óskað er eftir sundurliðun eftir skólum, auk upplýsinga um hverjir hafi gegnt umræddum stöðum og hversu lengi, svo og hver greiði kostnaðinn við þær.

    Kallað var eftir svörum frá öllum háskólum landsins, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla – Háskólanum á Hólum, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands.
    Engar kostaðar stöður hafa verið í Listaháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands né Hólaskóla – Háskólanum á Hólum. Í töflunni hér á eftir eru taldar upp kostaðar stöður fræðimanna á tímabilinu 2000–2011 við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, hvaða stöður þetta eru, hverjir hafa setið í þeim og hver hafi kostað þær. Sérstök athygli er vakin á því að í mörgum tilvikum nægði veittur fjárstuðningur við tiltekið starf einungis fyrir hluta launakostnaðar, en það er ekki sérstaklega tiltekið. Hjá Háskóla Íslands bárust þau svör að því miður lægju ekki fyrir gögn í upplýsingakerfum skólans um kostaðar stöður fyrir tímabilið 1995–2000 eins og óskað er eftir í fyrirspurninni. Aðrir háskólar höfðu ekki kostaðar stöður á þessu tímabili.

Háskóli Deild Staða Tímabil Kostun
læknadeild dósent (37%) öldrunarfræði 2000–2001 Pálmi V. Jónsson Framkvæmdasjóður aldraðra
læknadeild dósent (37%) ónæmisfræði 2000–2010 Unnur Steins Björnsdóttir Astra Zeneca
læknadeild dósent (50%) svæfingarlækningar 2000–2003 Gísli H. Sigurðsson Pharmaco & Ísaga
læknadeild prófessor (50%) svæfingarlækningar 2004–2008 Gísli H. Sigurðsson Að hluta kostuð af Actavis og AGA Linde
læknadeild dósent heilbrigðisfræði 2006–2011 Sigurður Thorlacius Tryggingastofnun ríkisins (50%), Landssamtök lífeyrissjóða (25%) , Samb. ísl. tryggingafélaga (25%)
læknadeild sérfræðingur augnrannsóknir 2009–2010 Sveinn Hákon Harðarson Oxymap ehf.
félagsvísindad. lektor félagsráðgjöf 2002–2005 Freydís J. Freysteinsdóttir Félagsþjónustan
félagsvísindad. lektor félagsráðgjöf 2002–2006 Steinunn Hrafnsdóttir Rauði krossinn
félagsvísindad. lektor félagsráðgjöf 2003–2007 Sigurveig H. Sigurðardóttir Framkvæmdasjóður aldraðra
lagadeild lektor 2007–2010 Eiríkur Jónsson LOGOS
lagadeild verkefnisstjóri (50%) rannsóknarverkefni 2007–2008 Hrafnhildur Bragadóttir LEX ehf.
Lagastofnun sérfræðingur 2006–2010 Margrét Guðlaugsdóttir Samorka
Lagastofnun sérfræðingur 2006–2011 Helgi Áss Grétarsson LÍÚ
viðskipta- og hagfræðid. frumkvöðlafræði 2004–2009 Örn Daníel Jónsson Bakkavör
guðfræðideild lektor (25%) sálgæslufræði 2004–2005 Sigurfinnur Þorleifsson Þjóðkirkjan
guðfræðideild lektor (50%) litúrgísk fræði 2005–2009 Kristján Valur Ingólfsson Þjóðkirkjan
hugvísindad. lektor menningarmiðlun 2006–2008 Eggert Þór Bernharðsson Landsbanki Íslands
hugvísindad. lektor japanska 2006–2008 Kaoru Umezawa Lýsi ehf. og Toyota á Íslandi hf. styrkja
hugvísindad. aðjúnkt kvikmyndafræði 2006–2008 Björn Ægir Norðfjörð Samskip
hugvísindad. lektor rússneska 2007–2009 Olga Korotkova Samson 2007–2008, Neptún ehf. 2009
verkfr.- og náttúruv.svið dósent (40%) umhv.- og bygg.verkfr. 2007–2010 Björn Marteinsson Efla
HA auðlindadeild prófessor jarðhitafræði 2002–2010 Hrefna Kristmannsdóttir Landsvirkjun
HR viðskiptadeild kennslu- og ranns.staða sölu- og markaðsfr. frá des. 2008 Valdimar Sigurðsson Nova
HR viðskiptadeild lektor reikn.hald & endurskoðun 2007–2010 Guðrún Baldvinsdóttir KPMG
HR tækni- og verkfræðideild prófessor flugleiðsögutækni frá 2010 Þorgeir Pálsson Isavia
HR tækni- og verkfræðideild prófessor fjármálaverkfræði 2008–2010 Marco Roberto Landsbanki Íslands