Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 846  —  485. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um greiðslu
húsaleigubóta og þróun húsaleigu.


     1.      Hversu miklum fjármunum var varið til greiðslu húsaleigubóta 2007–2011, á föstu verðlagi?
    Í töflu 1 er yfirlit yfir heildargreiðslu almennra og sérstakra húsaleigubóta á árunum 2007– 2011 á föstu verðlagi í janúar 2012. Jafnframt má sjá sundurliðun eftir því hvort um var að ræða almennar leiguíbúðir, félagslegar leiguíbúðir, námsgarðar, heimavistir eða sambýli.

Tafla 1. Heildargreiðsla húsaleigubóta á föstu verðlagi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

     2.      Hversu margir fengu greiddar húsaleigubætur á hverju ári?
    Í töflu 2 má sjá fjölda einstaklinga sem fengu greiddar almennar og sérstakar húsaleigubætur á árunum 2007–2011. Upplýsingar um fjölda einstaklinga sem fengu greiddar sérstakar húsaleigubætur árið 2008 liggja ekki fyrir en söfnun slíkra upplýsinga hófst árið 2009.

Tafla 2. Fjöldi einstaklinga sem fengu greiddar húsaleigubætur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

     3.      Hver var meðalgreiðsla húsaleigubóta á hverju ári, á föstu verðlagi?
    Í töflu 3 er að finna upplýsingar um meðalgreiðslu húsaleigubóta á mánuði á föstu verðlagi á árunum 2007–2011.

Tafla 3. Meðalgreiðsla húsaleigubóta á mánuði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.      4.      Hver var þróun húsaleigu á árunum 2007–2011, á föstu verðlagi?
    Upplýsingar sem gefa heildarmynd af þróun húsaleigu á íslenskum leigumarkaði hafa ekki verið teknar saman. Hins vegar hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tekið saman upplýsingar um fjárhæð húsaleigu sem skráð er hjá hjá sveitarfélögum í tengslum við greiðslu húsaleigubóta eins og sjá má í töflu 4. Ber að taka fram að ekki njóta allir leigjendur húsaleigubóta og þar af leiðandi gefa upplýsingarnar takmarkaða mynd af þróun húsaleigu almennt á leigumarkaði.

Tafla 4. Þróun húsaleigu í tilvikum þegar húsaleigubætur eru greiddar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

    Í þessu sambandi er jafnframt rétt að taka fram að Íbúðalánasjóður hefur gert samning við Þjóðskrá Íslands um að hefja skráningu á upplýsingum um fjárhæð leigu sem koma fram í þinglýstum leigusamningum. Vinna við þetta verkefni er þegar hafin og stefnt er að því að helstu upplýsingar verði framvegis gerðar opinberar.