Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 626. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 989  —  626. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um áhrif breytinga á lögum um almannatryggingar.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hvað telur ráðherra að útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga hafi lækkað mikið með lögum nr. 120/2009 frá því sem ella hefði orðið (um er að ræða breytingar skv. 4., 7. og 8. gr. laganna)?
     2.      Hvað telur ráðherra að útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga hafi lækkað mikið með lögum nr. 70/2009, um ráðstafanir í ríkisfjármálum (um er að ræða VII. kafla laganna)?
     3.      Hvað telur ráðherra að útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga hafi lækkað árlega með framlengingu á ákvæðum til bráðabirgða, sbr. lög nr. 64/2010, 106/2011 og 178/2011?
    Í öllum tilfellum er óskað eftir upplýsingum um mat ráðherra á kostnaðaráhrifum breytinga á lögunum á ríkissjóð annars vegar og ef unnt er á einstaka hópa bótaþega hins vegar, svo sem ellilífeyrisþega og örorkubótaþega. Jafnframt er óskað eftir að upplýsingarnar verði settar fram með 50.000 kr. bili eftir fyrrgreindum hópum, annars með 50.000 kr. bili á heildarhóp bótaþega.


Skriflegt svar óskast.