Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 566. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1411  —  566. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um starfsmannahald
og rekstur sendiráða Íslands.


     1.      Hvað starfa margir í sendiráðum Íslands erlendis, annars vegar Íslendingar og hins vegar erlendir aðilar, sundurgreint eftir sendiráðum?
     2.      Hvað eru margir Íslendinganna staðarráðnir, sundurgreint eftir sendiráðum?

Sendiráð Flutningsskyldir Íslendingar Staðarráðnir Íslendingar Staðarráðnir erlendir aðilar Alls
Berlín 3 2 3 8
Kaupmannahöfn 2 4 0 6
London 3 3 1 7
Moskva 3 0 4 7
Osló 2 1 0 3
París 4 1 2 7
Stokkhólmur 2 2 0 4
Washington 3 2 1 6
Brussel 8 0 4 12
Vín 2 1 1 4
Peking 2 2 4 8
Ottawa 2 0 1 3
Tókýó 1 0 3 4
Helsinki 1 1 2 4
Nýja Delí 2 0 5 7
Samtals fjöldi í sendiráðum 40 19 31 90

    Auk sendiráða starfrækir Ísland þrjár fastanefndir gagnvart alþjóðastofnunum og þrjár aðalræðisskrifstofur. Starfsmannasamsetning þeirra, með hliðsjón af fyrirspurninni, er eftirfarandi:
Fastanefndir og aðalræðisskrifstofur Flutningsskyldir Íslendingar Staðarráðnir Íslendingar Staðarráðnir erlendir aðilar Alls
New York fastanefnd 3 2 1 6
New York aðalræðismaður 0 2 0 2
Genf fastanefnd 4 0 1 5
Brussel fastanefnd (NATO) 5 1 1 7
Winnipeg aðalræðismaður 1 1 0 2
Þórshöfn aðalræðismaður 1 1 0 2
Samtals fjöldi í fastanefndum og aðalræðisskrifstofum 14 7 3 24
Alls 54 26 34 114
    Auk framangreindra sendiskrifstofa starfrækir Þróunarsamvinnustofnun Íslands umdæmisskrifstofur í þremur samstarfslöndum sem lögum samkvæmt hafa formlega stöðu sendiráðs þó að lítil sem engin eiginleg sendiráðsstarfsemi fari þar fram, engar fjárveitingar hafi verið veittar vegna þessa hlutverks og utanríkisráðuneytið beri ekki kostnað vegna þess. Einnig er rétt að geta þess að í sendiráðinu í Brussel starfa einnig útsendir fulltrúar annarra ráðuneyta en þau bera sjálf kostnað vegna þeirra.

     3.      Hvað hefur íslenska ríkið greitt í húsaleigubætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár, sundurliðað eftir sendiráðum og árum?
     4.      Er hámark á húsaleigubótunum og hefur ráðuneytið sett sér starfsreglur varðandi þær?
    Íslenska ríkið greiðir ekki húsaleigubætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar, heldur er kostnaður vegna húsnæðis flutningsskyldra starfsmanna utanríkisþjónustunnar sem eru við störf í sendiskrifstofum erlendis greiddur af sendiskrifstofum og telst hann til rekstrarkostnaðar þeirra. Við val á húsnæði er litið til sambærilegra viðmiða um kostnað og sjónarmiða um aðbúnað eins og utanríkisþjónustur annarra Norðurlanda hafa.

     5.      Hvað hefur íslenska ríkið greitt í staðaruppbætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár, sundurliðað eftir sendiráðum og árum?
    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir greiddar staðaruppbætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár.


Yfirlit yfir greiddar staðaruppbætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár.

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Sendiráð
Berlín, EUR 156.396 148.341 136.088 114.308 121.476 118.201 111.120 114.234 91.258 92.161
Kaupmannahöfn, DKK 1.504.301 1.364.637 1.233.135 1.048.546 1.160.399 1.034.916 1.057.342 1.175.067 1.328.323 1.175.547
London, GBP 127.123 109.717 121.347 105.577 119.406 117.645 107.724 128.258 123.604 131.553
Moskva, USD 281.597 274.874 271.819 264.709 242.846 181.833
Moskva, EUR 150.042 127.729 148.146 170.251
Osló, NOK 1.828.839 1.982.836 1.844.649 1.668.030 1.398.120 1.158.380 1.078.407 1.117.114 1.115.100 1.270.299
París, EUR 225.461 170.492 189.486 178.011 224.197 221.117 199.039 183.447 167.188 145.312
Stokkhólmur, SEK 1.177.832 1.327.867 1.236.418 1.246.010 1.435.107 1.286.740 1.028.783 1.066.816 1.031.312 964.457
Washington, USD 249.965 207.027 204.984 150.929 217.865 226.918 222.101 192.936 136.483 161.364
Brussel, EUR 276.352 254.026 250.326 214.429 261.439 371.520 267.050 261.888 270.228 302.551
Vín, EUR 125.651 139.537 144.898 119.728 134.001 139.223 146.976 133.593 138.211 135.160
Peking, USD 244.476 211.680 201.056 193.175 193.425 152.357
Peking, CNY 1.297.645 1.357.126 1.878.430 1.382.166
Ottawa, CAD 140.201 126.160 95.760 99.497 116.341 132.476 130.329 127.065 147.385 152.741
Tokyo, JPY 27.109.850 23.424.074 26.321.373 26.460.868 28.573.258 28.891.321 20.680.232 12.909.840 12.467.868 12.401.112
Helsinki, EUR 94.974 111.225 114.209 83.696 95.789 95.700 94.884 87.240 80.321 81.960
Maputo, USD 44.476 31.935 30.447 25.917
Róm, EUR 10.451 35.398 55.980 48.792 22.031
Nýja Delí, EUR 76.295 160.608 169.946 121.027 160.961 158.457
Pretoría, USD 48.599 64.494 82.874 10.400
Fastanefndir og aðalræðisskrifstofur
Fastanefnd New York, USD 382.066 364.748 258.722 243.759 312.854 304.158 350.946 321.689 319.359 275.581
Fastanefnd NATO og fulltrúi SHAPE, EUR 269.254 231.489 262.593 268.069 309.279 297.465 291.213 262.738 279.889 303.496
Fastanefnd Genf, CHF 412.394 375.783 394.458 359.639 353.203 313.290 337.772 353.357 350.973 325.433
Fastanefnd Strassborg, EUR 82.649 87.654 70.661 62.437 73.713 78.576 79.890 57.369
Aðalræðismaður, New York, USD 116.964 95.651
Aðalræðismaður, Winnipeg, CAD 78.241 61.347 92.838 101.402 106.200 98.244 98.832 98.832 98.192 99.703
Aðalræðismaður, Þórshöfn, DKK 414.396 568.089 575.485 606.209 401.541
     6.      Er hámark á staðaruppbótunum og hefur ráðuneytið sett sér starfsreglur varðandi þær?
    Í fyrirmæla- og leiðbeiningabók utanríkisþjónustunnar, sem gilt hefur með breytingum undanfarin 40 ár, er að finna reglur um ákvörðun staðaruppbóta. Þær eru reiknaðar í sérhverju tilviki út frá ákveðnum viðmiðum um stöðu, fjölskylduhagi, framfærslukostnað og aðstæður í gistiríki. Staðaruppbætur eru kostnaðargreiðsla sem ætlað er að bæta kostnað sem hlýst af því að flutningsskyldur starfsmaður og fjölskylda hans eru búsett í gistiríki og dveljast langdvölum fjarri heimahögum.

     7.      Hefur ráðuneytið sjúkrasjóð til greiðslu sjúkrakostnaðar íslenskra sendiráðsstarfsmanna erlendis og ef svo er, hver er staða hans og hversu há upphæð er greidd í hann á ári?
    Flutningsskyldir starfsmenn utanríkisþjónustunnar sem fara til starfa í sendiskrifstofum erlendis halda lögheimili sínu hérlendis, eru á launaskrá íslenska ríkisins og greiða skatta á Íslandi lögum samkvæmt. Þeir eru því sjúkratryggðir á Íslandi samkvæmt gildandi lögum um almannatryggingar og sjúkratryggingar. Eins og gefur að skilja hafa þeir vegna dvalar í öðru landi takmarkaða möguleika til að nýta réttindi sín samkvæmt framangreindum lögum á meðan þeir eru við störf erlendis. Þurfi þeir á heilbrigðisþjónustu að halda þurfa þeir oftast að leita til lækna og heilbrigðisstofnana í viðkomandi gistiríki. Þegar gistiríkið er EES- eða EFTA-ríki eiga starfsmenn á grundvelli EES-samningsins og EFTA-samningsins rétt á heilbrigðisþjónustu eftir sömu reglum og gilda almennt um eigin borgara viðkomandi ríkis en í öðrum tilvikum ber utanríkisþjónustan kostnaðinn með þeim takmörkunum sem hér er gerð grein fyrir. Ekki er um eiginlegan sjóð að ræða, heldur eru þessi útgjöld greidd úr ríkissjóði með sama hætti og önnur útgjöld utanríkisþjónustunnar. Greiddur er kostnaður vegna venjulegrar og nauðsynlegrar læknisþjónustu í gistiríki og 80% af kostnaði við lyfseðilsskyld lyf. Þátttaka starfsmanna í þessum kostnaði er föst árleg greiðsla að fjárhæð 24.000 kr. fyrir einstakling og 48.000 kr. fyrir fjölskyldu og 20% af kostnaði við lyfseðilsskyld lyf.
    Auk lækis- og lyfjakostnaðar flutningsskyldra starfsmanna er endurgreiddur á sama hátt læknis- og lyfjakostnaður staðarráðinna starfsmanna sendiskrifstofa í þeim tilvikum að ekki sé viðkomið fullnægjandi sjúkratryggingum öðruvísi.

     8.      Hversu mikið hefur verið greitt úr sjúkrasjóði ráðuneytisins sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum?
    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir nettóútgjöld utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár vegna greiðslna læknis- og lyfjakostnaðar starfsmanna sendiskrifstofa erlendis. Eðli málsins samkvæmt geta verið umtalsverðar sveiflur í útgjöldum utanríkisþjónustunnar vegna þessa frá einu ári til annars.

Endurgreiðslur læknis- og lyfjakostnaðar til flutningsskyldra starfsmanna
við störf í sendiskrifstofum erlendis.

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Sjúkrasjóður, EUR 152.534 146.444 132.449 280.706 335.868 476.212 333.124 326.026 333.351 292.158

     9.      Hver hefur rekstrarkostnaður sendiráða Íslands erlendis verið, sundurliðað eftir sendiráðum og árum, 2007–2011?
    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir rekstrarkostnað sendiskrifstofa Íslands erlendis árin 2007–2011.
    Í nýrri skýrslu ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál til Alþingis (þskj. 1229, 761. mál á 140. löggjafarþingi) kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi eins og önnur ráðuneyti þurft að bregðast við afleiðingum bankahrunsins og skera niður útgjöld. Þá kemur fram að þrátt fyrir óhagkvæma gengisþróun og það hversu stór hluti kostnaðar utanríkisráðuneytisins fellur til í erlendum gjaldeyri, hafi utanríkisráðuneytið náð umtalsverðri hagræðingu frá bankahruni. Ráðuneytið hafi þá átt frumkvæði að 23% niðurskurði af fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009, auk 2% viðbótarhagræðingar innan árs. Ráðuneytið hafi fylgt þessum niðurskurði eftir með 16,4% niðurskurði á fjárlögum 2010 og 9,5% niðurskurði í rekstri á fjárlögum 2011. Á fjárlögum 2012 nam hagræðing á rekstrarútgjöldum utanríkisráðuneytisins 3,9%, sem er hærra hlutfall en almennt var hjá öðrum ráðuneytum. Kostnaður við hina eiginlegu utanríkisþjónustu, aðalskrifstofu ráðuneytisins og sendiskrifstofur, er áætlaður 3.873 millj. kr. á árinu 2012, sem svarar til um 0,71% af A-hluta fjárlaga.
    Sendiskrifstofur Íslands eru nú 21 talsins, þ.e. 15 sendiráð, þrjár fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og þrjár aðalræðisskrifstofur, og eru þá ekki taldar áðurnefndar umdæmisskrifstofur ÞSSÍ. Þremur sendiskrifstofum var lokað á árinu 2009, í Róm, Strassborg og Pretoríu. Fjöldi sendiskrifstofa nú er svipaður og á árunum 2002–2004. Hins vegar eru útsendir starfsmenn nú um það bil fjórðungi færri en þeir voru á því tímabili.

Yfirlit yfir rekstrarkostnað sendiskrifstofa Íslands erlendis árin 2007–2011.
    Rekstrarkostnaður fellur annars vegar til í krónum, sem er fyrst og fremst launakostnaður útsendra starfsmanna, og hins vegar er allur rekstrarkostnaður á staðnum greiddur í gjaldmiðli gistiríkis. Til þess að taflan endurspegli eiginlegan rekstrarkostnað sendiskrifstofa án áhrifa gegnissveiflna undanfarinna ára er taflan sett fram með þessum hætti. Bókfærðar tekjur og gjöld vegna gengisáhrifa eru undanskilin í þessari töflu.

Rekstarkostnaður sendiskrifstofa 2007–2011.

Rauntölur 2007 Rauntölur 2008 Rauntölur 2009 Rauntölur 2010 Rauntölur 2011
Sendiráð
Berlín, EUR 771.339 691.521 606.133 620.833 613.335
Berlín, ISK 24.038.166 19.482.891 21.696.095 19.729.391 24.907.960
Kaupmannahöfn, DKK 5.363.766 5.530.925 5.496.959 5.471.214 5.371.072
Kaupmannahöfn, ISK 22.830.854 28.254.737 24.517.348 23.448.621 20.890.349
London, GBP 675.852 747.339 714.571 761.650 649.160
London, ISK 29.797.281 29.642.878 29.872.176 27.956.972 26.595.978
Moskva, USD 798.372 0 0 0 0
Moskva, EUR 0 570.993 570.993 579.393 650.250
Moskva, ISK 19.116.447 20.741.859 16.634.787 18.257.295 19.913.499
Osló, NOK 3.168.224 3.398.561 3.175.743 3.531.860 3.504.587
Osló, ISK 14.479.985 14.926.024 14.349.790 13.858.676 13.734.998
París, EUR 1.015.914 1.061.615 965.047 775.328 760.602
París, ISK 29.388.875 33.741.231 29.529.375 27.785.444 28.169.058
Stokkhólmur, SEK 3.308.036 3.125.728 3.253.855 3.261.268 3.108.616
Stokkhólmur, ISK 18.477.893 18.142.578 16.598.335 17.102.500 17.781.746
Washington, USD 842.728 927.946 909.071 989.694 863.124
Washington, ISK 27.361.083 26.955.982 20.384.680 18.930.330 16.204.719
Brussel, EUR 1.271.409 1.245.706 1.177.028 1.197.893 1.279.864
Brussel, ISK 34.682.560 27.461.682 45.349.840 47.459.058 55.179.229
Vín, EUR 460.716 474.545 457.567 477.590 491.269
Vín, ISK 18.310.230 19.811.629 17.260.513 20.541.649 21.439.729
Peking, USD 887.712 0 0 0 0
Peking, CNY 0 356.455 6.273.529 6.171.940 6.132.493
Peking, ISK 18.101.067 22.366.871 20.929.333 20.541.649 18.124.510
Ottawa, CAD 464.619 444.475 404.791 434.656 438.439
Ottawa, ISK 13.575.639 15.347.298 13.169.355 14.261.980 16.369.844
Tokyo, JPY 71.047.698 63.839.161 43.686.925 42.918.358 38.888.625
Tokyo, ISK 19.151.855 16.851.047 9.439.821 15.852.072 15.175.420
Helsinki, EUR 427.541 415.737 436.875 424.925 415.153
Helsinki, ISK 9.045.265 9.133.236 12.214.086 9.681.119 10.841.527
Róm, EUR 264.999 255.384 124.791 0 0
Róm, ISK 8.819.672 9.751.319 4.718.660 207.004 0
Nýja Delí, EUR 577.681 466.256 466.256 418.470 421.877
Nýja Delí, ISK 15.586.356 17.973.252 14.097.337 17.104.829 13.407.432
Pretoría, USD 416.413 363.980 61.172 0 0
Pretoría, ISK 10.068.939 13.370.109 2.066.087 0 0
Fastanefndir og aðalræðisskrifstofur
New York, USD 1.286.999 1.397.543 1.149.079 1.048.418 1.149.457
New York, ISK 39.614.100 48.901.842 39.833.005 33.993.696 35.020.918
NATO, EUR 720.544 751.810 685.487 737.622 773.860
NATO, ISK 33.522.096 50.448.515 39.125.148 43.923.117 45.996.328
Genf, CHF 958.488 1.038.388 981.763 1.010.260 880.439
Genf, ISK 22.380.810 27.285.955 26.153.848 25.941.652 27.687.110
Strassborg, EUR 256.312 294.368 180.993 0 0
Strassborg, ISK 8.783.830 11.272.127 6.585.993 0 0
Aðalræðismaður New York, USD 520.629 621.054 375.538 374.891 393.308
Aðalræðismaður New York, ISK 941.739 1.332.761 -263.623 812.734 1.911.955
Aðalræðismaður Winnipeg, CAD 346.949 366.295 342.477 315.078 322.996
Aðalræðismaður Winnipeg, ISK 6.485.929 7.219.794 6.987.998 7.132.567 7.435.177
Aðalræðismaður Þórshöfn, DKK 1.467.812 1.803.278 1.676.654 1.580.217 1.509.651
Aðalræðismaður Þórshöfn, ISK 7.950.937 9.114.764 10.580.425 9.031.992 7.928.380
Sameiginlegur kostnaður, ISK 144.147.561 248.077.709 355.482.125 240.294.050 315.497.005
Viðhald, ISK 44.391.893 14.805.761 14.039.001 37.547.187 75.573.791
Stofnkostnaður ISK 324.669.120 86.617.238 20.203.878 890.825.101 13.936.026