Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 831. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1569  —  831. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum
og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja.

Frá Auði Lilju Erlingsdóttur.


     1.      Hefur nefnd um þjóðaröryggisstefnu hafið störf og ef svo er, hvenær er fyrirhugað að hún ljúki störfum?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til frumvarps til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja sem var vísað til ríkisstjórnarinnar 16. september 2011?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og banni við umferð kjarnorkuknúinna farartækja?


Skriflegt svar óskast.