Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 861. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1642  —  861. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samningsafstöðu Íslands varðandi
dýra- og plöntuheilbrigði í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Frá Atla Gíslasyni og Jóni Bjarnasyni.


     1.      Hvernig er staðið að mótun samningsafstöðu varðandi dýra- og plöntuheilbrigði í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu?
     2.      Gerir ráðherra kröfur um undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins hvað þennan málaflokk varðar og þá hvaða kröfur?
     3.      Hefur ráðherra fylgt því sérstaklega eftir að samráð við hagsmunaaðila sé tryggt á öllum stigum málsins og ef svo er, þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.