Frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga

Fimmtudaginn 20. september 2012, kl. 13:52:48 (0)


141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga.

4. mál
[13:52]
Horfa

Flm. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Mér heyrist við hv. þingmaður vera sammála um þessi mál í grófum dráttum, um mikilvægi þess að menn hald áfram að leita lausna og geri sér grein fyrir því að engin ein leið nægir til að leysa allan vanda. Ég hlakka til að fylgjast með áframhaldandi umræðu hér í dag, meðal annars um þá leið sem hv. þingmaður hefur beitt sér fyrir, að hægt verði að skila fasteign og lánin sem á henni hvíla falli niður, dugi andvirði eignarinnar ekki til að greiða þau upp. Það er önnur leið sem ræða þarf í þaula, hún hefur raunar verið rædd töluvert en hefur ekki hlotið þá athygli sem hún hefði átt að fá þótt hún hafi notið velvildar frá flestum flokkum, vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin að skoða hana af neinni alvöru. En vonandi skoðar ríkisstjórnin þá leið og það er þess vegna sem ég tala fyrir henni í dag.