Verndar- og orkunýtingaráætlun

Þriðjudaginn 09. október 2012, kl. 14:30:18 (0)


141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

3. mál
[14:30]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur í þessari atkvæðagreiðslu og kom fram í atkvæðagreiðslu fyrir nokkrum dögum er ekki einhugur um hvert þetta mál á að fara. Hitt málið var sent til umhverfis- og samgöngunefndar á vegum meiri hluta þingsins. Nú leggur flutningsmaður til að þetta mál fari til atvinnuveganefndar.

Ég minni á að rammaáætlunin er einmitt um vernd og nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við erum að fjalla um. Er það ekki málinu til framdráttar að bæði þau sjónarmið fái að heyrast og koma til álita í vinnu þingsins? Er það ekki gott fyrir málið í heild og fyrir vinnu við rammaáætlunina að þetta sé sett í vinnu og í farveg innan beggja þessara nefnda? Hvað er að því? Eru það þá ekki bara öll sjónarmið sem verða tekin til greina við vinnu (Forseti hringir.) Alþingis? Ég held að það hljóti að vera. (Forseti hringir.)