Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 114. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 114  —  114. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um háskólanema og námsstyrki.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hversu margir nemendur undir 18 ára aldri hafa stundað nám á háskólastigi í íslenskum háskólum eftir að lög nr. 108/2011, um breyting á lögum um námsstyrki, nr. 79/2003, tóku gildi?
     2.      Hversu margir nemendur á háskólastigi hafa fengið jöfnunarstyrk á grundvelli 3. tölul. 2. gr. fyrrgreindra laga um námsstyrki eftir að lög nr. 108/2011 tóku gildi?
     3.      Hvernig hafa styrkirnir verið kynntir fyrir háskólanemum?