Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 233. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 247  —  233. mál.




Fyrirspurn



til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um strandveiðar árin 2009–2012.


Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvert var heildaraflamagn í þorskígildum til strandveiða árin 2009–2012? Hvert var heildaraflamagn í þorskígildum í hverju hólfi?
     2.      Hver var fjöldi báta í hverju hólfi árin 2009–2012? Hvert var aflamagn í þorskígildum á hvern bát eftir hólfum? Hver var fjöldi róðradaga í hverju hólfi hvern mánuð?
     3.      Hvert var aflaverðmæti á bát í strandveiðum eftir hólfum í heild árin 2009–2012? Hvert var lægsta aflaverðmæti, hvert var meðalverðið og hæsta verðið innan hvers hólfs?
     4.      Hver er dreifing fisktegunda eftir hólfum árin 2009–2012?
     5.      Hverjar hafa tekjur hafna verið eftir tilkomu strandveiða árin 2009–2012, sundurliðað eftir höfnum?
     6.      Hvað má ætla að margir hafi haft atvinnu af strandveiðum árin 2009–2012? Hversu mörg afleidd störf má ætla að hafi skapast í kringum strandveiðarnar?
     7.      Hver var framlegð strandveiða árin 2009–2012?
     8.      Hvernig var eignarhaldi á strandveiðibátum háttað framangreind ár? Hversu margir einstaklingar eða fyrirtæki gerðu út fleiri en einn bát?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.