Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 398. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 683  —  398. mál.




Svar



fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen um
sérstaka dreifingu á upplýsingum úr álagningarskrám.


     1.      Er skattstjóra heimilt án sérstakrar lagaheimildar að gera og birta opinberlega lista yfir annars vegar þá einstaklinga og hins vegar þá lögaðila sem hæstir skattar hafa verið lagðir á samkvæmt álagningarskrám hvers árs?
    Ríkisskattstjóra er það ekki heimilt án sérstakrar lagaheimildar.

     2.      Er slík heimild, óháð svari við 1. tölul., fyrir hendi í gildandi lögum og þá hvar?
    Ríkisskattstjóra er skylt að semja og leggja fram álagningarskrá og skattskrá samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta, sbr. 4. málsl. 2. mgr. 98. gr. sömu laga.