Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 588. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1002  —  588. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um sértæka þjálfun, hæfingu og lífsgæði einstaklinga
sem eru með fjölþættar skerðingar og flóknar þarfir.

Frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að þeir sem eru með fjölþættar skerðingar og flóknar þarfir njóti viðeigandi þjónustu og stuðnings velferðarkerfisins á mótum unglings- og fullorðinsára, t.d. við flutning úr heimahúsum?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða reglugerðir um hjálpartæki með tilliti til jafnræðisreglu en fram hefur komið að aðgengi að stoð- og hjálpartækjum eykur sjálfstæði og þátttöku einstaklinga?
     3.      Telur ráðherra þörf á heildstæðu mati á þjálfun og hæfingu þessa hóps sem og skipulagi þjónustu þvert á stofnanir og kerfi?