Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 596. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1015  —  596. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um kærur um ofbeldi gegn börnum.

Frá Eygló Harðardóttur.


     1.      Hvernig hefur verið brugðist við því að árið 2012 lýsti mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af því hversu fá kynferðisafbrot gegn börnum sem tilkynnt eru til barnaverndarnefnda leiddu til ákæru, og jafnvel færri til sakfellingar geranda?
     2.      Hversu margar kærur bárust frá barnaverndarnefndum til lögreglu um ofbeldi gegn börnum á árunum 2003–2013?
     3.      Hversu margar kærur um ofbeldi gegn börnum leiddu til ákæru á sömu árum?
     4.      Hversu margar ákæranna leiddu til sakfellingar, hversu margar til sýknu og hversu mörgum var vísað frá dómi?
     5.      Hversu margar ábendingar bárust til barnaverndarnefnda um ofbeldi gegn börnum sömu ár?


Skriflegt svar óskast.