Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 1084  —  88. mál.
Leiðréttur texti. Form.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til efnalaga.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (ÓGunn, ÓÞ, RM, MÁ, ArndS).


     1.      Fyrri málsliður 1. gr. orðist svo: Markmið laga þessara er annars vegar að tryggja að meðferð á efnum og efnablöndum valdi hvorki tjóni á heilsu manna og dýra né á umhverfi og hins vegar að efna skuldbindingar Íslands um að tryggja frjálst flæði á vörum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar efni og efnablöndur.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      14. tölul. orðist svo: Framleiðsla: Það að framleiða efni eða draga út efni í náttúrulegu ástandi sínu.
                  b.      Á eftir orðinu „framleiðsla“ í 21. tölul. komi: vigtun, blöndun, áfylling.
                  c.      Orðin „eða dýr“ í 32. tölul. falli brott.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      2. tölul. orðist svo: hafa eftirlit með framleiðslu, meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir lög þessi með samræmdum hætti á landinu öllu.
                  b.      4. og 6. tölul. falli brott.
                  c.      14. tölul. orðist svo: taka á móti upplýsingum um innflutning frá innflutningsaðilum sem gefnar eru áður en tiltekin efni og efnablöndur eru tollafgreidd.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Við 2. tölul. bætist: og upplýsa Umhverfisstofnun um niðurstöður eftirlitsins.
                  b.      4. tölul. orðist svo: senda Umhverfisstofnun upplýsingar um niðurstöður eftirlits með þáttum sem falla undir lög þessi, sbr. ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir um eftirlit nefndanna, á þeim tíma og á þann hátt sem stofnunin ákveður.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      2. tölul. orðist svo: hafa eftirlit með því að notkun, meðferð og merking efna á vinnustöðum sé í samræmi við lög þessi og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
                  b.      Á eftir orðinu „Umhverfisstofnun“ í 4. tölul. komi: og eftir atvikum slökkvilið.
     6.      2. tölul. 8. gr. orðist svo: stöðva innflutning á tilteknum eiturefnum og tilteknum varnarefnum sem hafa ekki markaðsleyfi, sbr. 27. og 35. gr., sem og stöðva innflutning efna og efnablandna sem uppfylla ekki skilyrði þessara laga, sbr. 4. mgr. 23. gr.
     7.      Á eftir 9. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Hlutverk Eitrunarmiðstöðvar Landspítala.

             Hlutverk Eitrunarmiðstöðvar Landspítala er að:
        1.    taka við upplýsingum frá innflytjanda, framleiðanda eða öðrum sem ber ábyrgð á markaðssetningu eiturefnis eða varnarefnis á Íslandi um efnasamsetningu og eiturhrif efnisins, sbr. 24. og 35. gr.
             2.    taka við upplýsingum frá innflytjanda, framleiðanda eða öðrum sem ber ábyrgð á innflutningi hættuflokkaðrar efnablöndu um efnasamsetningu blandna sem eru settar á markað og flokkast sem hættulegar á grundvelli þeirra áhrifa sem þær hafa á heilbrigði eða eðlisfræðilegra áhrifa þeirra.
     8.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „sbr. 22. gr.“ í b-lið 1. tölul. komi: sbr. 22. og 23. gr.
                  b.      Í stað orðanna „samhliða innflutnings“ og „samhliða innflutning“ í d-lið 3. tölul. komi: hliðstæðra viðskipta; og: hliðstæð viðskipti.
                  c.      Við 3. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: samþykki virkra efna, samverkandi efna, hjálparefna og eiturdeyfandi efna sem notuð eru í varnarefnum.
                  d.      11. tölul. orðist svo: Bann og takmarkanir á framleiðslu, markaðssetningu, útflutningi og notkun tiltekinna efna, hvort heldur þau eru hrein, í efnablöndum eða í hlutum, sbr. 26. gr.
                  e.      15. tölul. orðist svo: Notendaleyfi vegna varnarefna, m.a. starfsréttindi meindýraeyða og garðaúðara, sbr. 47. gr., þ.m.t. um námsefni um meðferð varnarefna sem skal m.a. fjalla um helstu lög og reglugerðir, plöntuvarnarefni, sæfiefni, vinnuvernd, meindýr, meindýravarnir og dýravernd, próf og kröfur til þeirra sem halda námskeið og próf.
     9.      Við 3. mgr. 15. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt gilda ákvæði laga um mannvirki og byggingarreglugerðir um gerð og umbúnað mannvirkja þar sem efni eru geymd.
     10.      Við 16. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt gilda ákvæði laga um mannvirki og byggingarreglugerðir um gerð og umbúnað mannvirkja þar sem efni eru geymd.
     11.      Fyrri málsliður 19. gr. orðist svo: Áður en til tollafgreiðslu tiltekinna efna og efnablandna kemur skal innflytjandi gera Umhverfisstofnun grein fyrir magni þeirra á þar til gerðum eyðublöðum.
     12.      Orðið „eiturefna“ í fyrri málslið 2. mgr. 20. gr. falli brott.
     13.      Við 21. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja ákvæði sem nauðsynleg eru vegna aðildar Íslands að Efnastofnun Evrópu, þ.m.t. um gjaldtöku.
     14.      Í stað orðanna „hluti í efnum“ og „hluta í efnum“ í 5. mgr. 22. gr. komi: efni í hlutum; og: efna í hlutum.
     15.      Í stað orðsins „varnarefni“ í 5. málsl. 1. mgr. 23. gr. komi: eiturefni og varnarefni.
     16.      Við 28. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og eru að lágmarki heiti efnisins og annað það sem nægir“ í 1. og 2. mgr. komi: sem nægja.
                  b.      Við fyrri málslið 1. mgr. og fyrri málslið 2. mgr. bætist: að lágmarki heiti efnisins.
     17.      Við 29. gr.
                  a.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Öryggisblöð skulu vera á íslensku. Heimilt er að afhenda öryggisblöð með efni eða efnablöndu á ensku, dönsku, norsku eða sænsku til viðtakenda efna sem stunda rannsóknir og þróun enda sé um að ræða afmarkaðan hóp manna sem með sanngirni má ætlast til að skilji annað erlent mál vegna menntunar eða annarrar sérhæfingar. Heimild þessi gildir þó einungis ef magn efnis eða efnablöndu sem er afhent er minna en 1 kg á ári á hvern viðtakanda.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að birta upplýsingar úr öryggisskýrslum á ensku.
     18.      Á eftir 4. mgr. 30. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Innflytjendur og eftirnotendur sem markaðssetja efnablöndur skulu upplýsa Eitrunarmiðstöð Landspítala um efnasamsetningu blandna sem eru settar á markað og flokkast sem hættulegar á grundvelli þeirra áhrifa sem þær hafa á heilbrigði eða eðlisfræðilegra áhrifa þeirra.
     19.      Fyrirsögn VI. kafla orðist svo: Flokkun, merking, umbúðir og auglýsingar.
     20.      Við 34. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samhliða innflutningi á varnarefnum“ í lokamálslið 1. mgr. komi: hliðstæðum viðskiptum með varnarefni.
                  b.      Lokamálsgrein orðist svo:
                     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., takmarka notkun tiltekinna varnarefna við þá sem hafa notendaleyfi og sölu tiltekinna varnarefna við þá sem hafa tilkynnt um markaðssetningu slíkra efna, sbr. 24. gr.
     21.      Við 35. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samhliða markaðssetningar á“ í 1. málsl. komi: hliðstæðra viðskipta með.
                  b.      Í stað orðanna „með sömu auðkenni og“ í 2. málsl. komi: að öllu leyti sambærilegt við.
                  c.      Í stað orðanna „samhliða innflutnings“ og „samhliða innflutning“ í 3. málsl. komi: hliðstæðra viðskipta; og: hliðstæð viðskipti.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Hliðstæð viðskipti.
     22.      Í stað tilvísunarinnar „30. gr.“ í 1. mgr. 37. gr. komi: 32. gr.
     23.      Í stað orðsins „fengið“ í 1. málsl. 2. mgr. 39. gr. komi: staðist.
     24.      Við lokamálslið 1. mgr. 44. gr. bætist: svo sem um hámarksmagn sem einstaklingur má kaupa af eiturefnum.
     25.      Við 46. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „sæfiefni“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: til eyðingar meindýra.
                  b.      Orðin „þá hættuflokka sem leyfið nær til“ í 3. málsl. 3. mgr. falli brott.
     26.      Við 48. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í því felst m.a. heimild til sýna- og myndatöku, að fá afhent eintak af vöru til nánari skoðunar, svo og heimild til skoðunar og ljósritunar gagna.
                  b.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Umhverfisstofnun er heimilt að senda fulltrúa í sínu umboði til að sækja vörueintök eða sýni til skoðunar og eftirlits, enda sé slíkt í samræmi við samþykkta eftirlitsáætlun stofnunarinnar.
     27.      Í stað orðanna „samhliða innflutnings“ í 1. tölul. 1. mgr. 53. gr. komi: hliðstæðra viðskipta.
     28.      Á eftir orðinu „dreifingu“ í síðari málslið 56. gr. og 2. málsl. 57. gr. komi: eða innkallað.
     29.      Á eftir 57. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Stöðvun til bráðabirgða.

             Telji Umhverfisstofnun svo alvarlega hættu stafa af tiltekinni starfrækslu eða notkun efnis eða efnablöndu að aðgerð þoli enga bið er henni heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi eða notkun þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef þurfa þykir.
     30.      Við 60. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „22. gr.“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: 24. gr.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „23. gr.“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: 25. gr.
     31.      Í stað tilvísunarinnar „22. gr.“ í 2. tölul. 1. mgr. 63. gr. komi: 24. gr.
     32.      Í stað orðsins „umhverfisráðherra“ í 66. gr. komi: ráðherra.
     33.      D-liður ákvæðis til bráðabirgða I falli brott.
     34.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
             Skráningar varnarefna samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og reglugerðar nr. 50/1984, um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra, falla úr gildi við gildistöku laga þessara. Aðilar sem eru við gildistöku laga þessara með gilda skráningu varnarefna, sbr. yfirlit yfir plöntulyf, örgresiefni (illgresiseyða), stýriefni og útrýmingarefni, er flytja má til landsins, selja eða nota, sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 50/1984 og skrá yfir framleiðendur og umboðsmenn, ásamt samheitaskrá (frá 7. apríl 2003, með síðari breytingum), geta innan árs frá gildistöku laga þessara sótt um skráningu á varnarefni til Umhverfisstofnunar sem heimilar þeim að flytja til landsins, selja eða nota viðkomandi varnarefni. Umhverfisstofnun skal skrá varnarefnið og er sú skráning tímabundin. Umhverfisstofnun er heimilt við skráningu varnarefnis að takmarka notkun varnarefnisins við notkun í atvinnuskyni. Tímabundin skráning Umhverfisstofnunar gildir þar til:
                  a.      virka efnið í vörunni hefur verið áhættumetið í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr., og markaðsleyfi fyrir hana veitt í samræmi við ákvæði 35. gr., en þó eigi lengur en til 31. desember 2021, eða
                  b.      virka efnið í vörunni verður bannað á Íslandi með reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr., en þó ekki lengur en til 1. janúar 2017.
        Umhverfisstofnun skal gera aðila viðvart þegar tímabundin skráning fellur úr gildi.
     35.      Í stað ártalsins „2013“ í lokamálslið ákvæðis til bráðabirgða III komi: 2014.
     36.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 52. gr. skal eigi síðar en tveimur mánuðum eftir gildistöku laganna liggja fyrir hjá Umhverfisstofnun bráðabirgðaeftirlitsáætlun sem gilda skal út árið 2013. Fyrsta eftirlitsáætlun í samræmi við 52. gr. skal gilda frá og með árinu 2014.