Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 647. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1146  —  647. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um byggingarkostnað Hörpu,
tónlistar- og ráðstefnuhúss.


Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvaða ákvæði í fjárlögum eða fjáraukalögum er grundvöllur ákvörðunar um byggingu Hörpu? Er það ákvæði bundið við upphæð? Hvernig fer það saman við 41. gr. stjórnarskrárinnar?
     2.      Hver var áætlaður byggingarkostnaður sem lagður var til grundvallar þeim samningi sem var undirritaður 9. mars 2006, á verðlagi þess tíma og uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar til mars 2013? Hvaða tekjur voru áætlaðar fyrir árin 2012 og 2013 á verðlagi mars 2006 og uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs til mars 2013?
     3.      Hver var áætlaður byggingarkostnaður sem lagður var til grundvallar samningi um að halda áfram framkvæmdum sem var undirritaður 19. febrúar 2009? Hve mikið af kröfum var afskrifað, hvort tveggja á verðlagi febrúar 2009 og uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar til mars 2013? Hvaða tekjur voru áætlaðar fyrir árin 2012 og 2013, á verðlagi febrúar 2009 og uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs til mars 2013?
     4.      Hver er endanlegur byggingarkostnaður Hörpu að meðtöldum niðurfelldum kröfum á verðlagi hvers tíma og uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar til mars 2013?


Skriflegt svar óskast.