Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1206, 141. löggjafarþing 668. mál: gjaldeyrismál (ótímabundin gjaldeyrishöft).
Lög nr. 16 9. mars 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum (sólarlagsákvæði og heimild til reglusetningar).


1. gr.

     Orðin „fram til 31. desember 2013“ í 13. gr. a laganna falla brott.

2. gr.

     Við 13. gr. b laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.–3. mgr. Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna fjármuna, eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga, fjárhæðum einstakra fjármagnshreyfinga og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans. Áður en reglur um undanþágur skv. 1. málsl., sem varða einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geta haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, eru settar skal haft samráð við ráðherra, og auk þess þann ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar, og skulu reglurnar staðfestar af ráðherra.

3. gr.

     Við 13. gr. c laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.–3. mgr. Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna fjármuna, eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga, fjárhæðum einstakra fjármagnshreyfinga og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans. Áður en reglur um undanþágur skv. 1. málsl., sem varða einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geta haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, eru settar skal haft samráð við ráðherra, og auk þess þann ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar, og skulu reglurnar staðfestar af ráðherra.

4. gr.

     3. málsl. 5. mgr. 13. gr. n laganna fellur brott.

5. gr.

     Við 13. gr. o laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
     Undanþágur skv. 1. mgr. skulu aðeins veittar að höfðu samráði við ráðherra, og auk þess þann ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar, og að undangenginni kynningu ráðherra á efnahagslegum áhrifum þeirra fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis falli þær undir eftirfarandi skilyrði:
  1. undanþága varðar fjármálafyrirtæki eða lögaðila sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið við yfirráðum yfir með því að skipa honum skilanefnd eða bráðabirgðastjórn eða lögaðila sem héraðsdómari hefur skipað slitastjórn samkvæmt lögum nr. 161/2002 og hún felur í sér heimild til gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga milli landa fyrir hærri fjárhæð en nemur 25 milljörðum kr. á einu ári, eða
  2. undanþága varðar lögaðila með efnahagsreikning yfir 400 milljörðum kr. og hún getur haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og varðað eignarhald viðskiptabanka.

     Við útreikning fjárhæða skv. 2. mgr. skal taka mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands á þeim degi er ákvörðun bankans liggur fyrir.

6. gr.

     13. gr. q laganna fellur brott.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða I í lögunum:
  1. Í stað orðanna „Fram til 31. desember 2013 getur Seðlabankinn“ kemur: Seðlabankinn getur.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ráðherra skal birta opinberlega greinargerð um framgang áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt. Greinargerð skv. 1. málsl. skal birta í fyrsta sinn innan sex mánaða frá gildistöku laga þessara.


8. gr.

     Orðin „fram til 31. desember 2013“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögunum falla brott.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

10. gr.

     Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fram til 31. desember 2013 skal viðskiptaverð vöru“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: Viðskiptaverð vöru skal.

Samþykkt á Alþingi 9. mars 2013.