Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 45. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 110  —  45. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um fangelsismál.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu mörgum fangarýmum þyrfti að bæta við til að fullnægja núverandi þörf fyrir fangarými í landinu?
     2.      Hversu mörg rými bætast við með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði, hversu mikið er áætlað að biðlisti eftir afplánun styttist við það og í hversu mörg ár er talið að fangelsið muni fullnægja þörf fyrir fangarými?
     3.      Hversu mörg fangarými munu glatast þegar lokað verður þeim fangelsum á höfuðborgarsvæðinu sem ekki uppfylla skilyrði um aðbúnað?
     4.      Hefur samþykkt skipulag vegna fangelsis á Hólmsheiði verið birt í Stjórnartíðindum? Ef svo er, hvenær?
     5.      Er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka fangelsið á Hólmsheiði síðar?
     6.      Verður þörf á að hafa vegg umhverfis fangelsið og hvað mundi hann kosta?
     7.      Hve mikill tími er áætlað að sparist við að flytja fanga frá Reykjavík í fangelsi á Hólmsheiði fremur en í fangelsið á Litla-Hrauni?
     8.      Hversu mörgum gæsluvarðhaldsrýmum þarf að bæta við til að fullnægja núverandi þörf fyrir gæsluvarðhaldsrými í landinu?
     9.      Hefur verið kannaður sá möguleiki að stækka lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík og útbúa gæsluvarðhaldsfangelsi í húsnæði hennar? Ef svo er, hvað mundi slík framkvæmd kosta og hversu mörg gætu gæsluvarðhaldsrýmin orðið?


Skriflegt svar óskast.