Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 194. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 242  —  194. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um Ríkisútvarpið og heyrnarskerta.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra fylgt eftir ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2013 um að Ríkisútvarpið skuli veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu með textun á fréttum og öðru sjónvarpsefni, með textavarpi, útsendingum á táknmáli og/eða öðrum miðlunarleiðum er henta í þessu skyni og eru í samræmi við tæknilega möguleika á hverjum tíma?
     2.      Verður málið tekið upp við næstu endurskoðun þjónustusamnings við Ríkisútvarpið?
     3.      Hindrar eitthvað það að ákvæðinu sé fylgt í hvívetna?