Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 228. máls.

Þingskjal 325  —  228. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um fullgildingu viðbótarbókunar við samninginn um tölvubrot þar sem verknaðir, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og framdir eru með því að hagnýta tölvukerfi, eru gerðir refsinæmir.

(Lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarbókun, sem gerð var í Strassborg 28. janúar 2003, við samninginn um tölvubrot, þar sem verknaðir, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og framdir eru með því að hagnýta tölvukerfi, eru gerðir refsinæmir.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar viðbótarbókunar, sem gerð var í Strassborg 28. janúar 2003, við samninginn um tölvubrot, þar sem verknaðir, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og framdir eru með því að hagnýta tölvukerfi, eru gerðir refsinæmir. Viðbótarbókunin er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Samningur Evrópuráðsins um tölvubrot var undirritaður í Búdapest 23. nóvember 2001. Samningurinn er fyrsti og eini alþjóðasamningurinn sem fjallar um glæpi framda á internetinu eða um önnur tölvunet og í honum er sérstaklega fjallað um höfundarétt, fölsun og svik tengd tölvum, barnaklám og brot gegn öryggi tölvukerfa, tölvuneta og tölvugagna.
    Viðbótarbókun við samninginn var lögð fram til undirritunar í Strassborg 28. janúar 2003. Í formála hennar kemur fram að markmiðið sé að berjast gegn kynþátta- og útlendingahatri án þess þó að skerða grundvallarrétt til tjáningarfrelsis. Markmið bókunarinnar er þannig að gera refsiverða verknaði sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og framdir eru með því að hagnýta tölvukerfi. Í 2. gr. bókunarinnar er skilgreint hvað átt er við með efni sem lýsir kynþátta- og útlendingahatri. Þar segir að slíkt efni merki allt ritað efni, myndir eða annars konar framsetningu hugmynda eða kenninga sem mæla með, stuðla að eða kynda undir hatri, mismunun eða ofbeldi sem er beint gegn hvaða einstaklingi eða hópi einstaklinga sem er og á rót sína að rekja til kynþáttar, litarháttar, ætternis eða þjóðlegs eða þjóðernislegs uppruna og til trúarbragða, séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta. Í 3.–7. gr. bókunarinnar eru skilgreiningar á þeirri háttsemi sem þarf að vera refsiverð að landslögum til að skyldum samkvæmt henni sé fullnægt. Það er almenn forsenda fyrir þessari skyldu að verknaðirnir séu framdir af ásetningi og séu óréttmætir. Í skýringum með bókuninni er þannig undirstrikað að ekki sé unnt að gera tölvunotanda ábyrgan sem eingöngu hefur það hlutverk að miðla efni án vitneskju um innihald þess. Ákvæði bókunarinnar gera ráð fyrir því að tölvunotandinn yrði þá fyrst ábyrgur þegar hann hefur vitneskju um efnið. Bókunin felur þannig ekki í sér skyldur til að vakta heimasíður eða gagnabanka.
    Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. bókunarinnar skal refsivert að dreifa, eða gera aðgengilegt með öðrum hætti um tölvukerfi, efni sem lýsir kynþátta- eða útlendingahatri til almennings. Í 2. og 3. mgr. 3. gr. eru heimildir til að gera takmarkaða fyrirvara varðandi skyldu til að gera efnisatriði 1. mgr. refsiverð. Samkvæmt 2. mgr. er þannig heimilt að lýsa ekki yfir refsiábyrgð gegn manni fyrir háttsemi þegar í efninu er mælt með, stuðlað að eða kynnt undir mismunun sem á hvorki skylt við hatur né ofbeldi að því tilskildu að önnur áhrifarík úrræði séu fyrir hendi. Samkvæmt 3. mgr. getur ríki áskilið sér rétt til að beita ekki ákvæðum 1. mgr. ef um ræðir mismunun sem það getur ekki gripið til áhrifaríkra úrræða gegn vegna grundvallarreglna um tjáningarfrelsi. Við fullgildingu viðbótarbókunarinnar gerðu Danmörk, Noregur og Finnland fyrirvara við 1. mgr. 3. gr., en bókunin hefur ekki verið fullgilt af hálfu Svíþjóðar. Lagt er til að Ísland geri einnig fyrirvara við 1. mgr. 3. gr. í samræmi við 3. mgr. 3. gr. bókunarinnar, þ.e. með vísan til grundvallarreglna Íslands um tjáningarfrelsi.
    Samkvæmt 4. gr. bókunarinnar skulu aðildarríkin hafa refsiákvæði vegna hótana sem settar eru fram um tölvukerfi um að fremja alvarlegt brot gagnvart einstaklingi af þeirri ástæðu að viðkomandi tilheyri hópi sem greindur er frá öðrum eftir kynþætti, litarhætti, ætterni eða þjóðlegum eða þjóðernislegum uppruna og eftir trúarbrögðum séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta eða hópi einstaklinga sem greindur er frá öðrum eftir einhverju þessara sérkenna.
    Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. bókunarinnar skulu aðildarríkin hafa refsiákvæði vegna opinberra svívirðinga sem settar eru fram um tölvukerfi gagnvart einstaklingum vegna þess að þeir tilheyri hópi sem er greindur frá öðrum eftir kynþætti, litarhætti, ætterni eða þjóðlegum eða þjóðernislegum uppruna og eftir trúarbrögðum séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta eða hópi einstaklinga sem greindur er frá öðrum eftir einhverju þessara sérkenna. Samkvæmt a-lið 2. mgr. 5. gr. getur samningsaðili gert kröfu um að brot skv. 1. mgr. sé framið með þeim hætti að einstaklingi eða hópi einstaklinga sé sýnt hatur eða fyrirlitning eða að hæðst sé að honum. Samkvæmt b-lið 2. mgr. 5. gr. getur ríki áskilið sér rétt til að beita ekki ákvæðum 1. mgr. í heild eða hluta. Af hálfu Danmerkur var við fullgildingu bókunarinnar gerður fyrirvari við beitingu 1. mgr. 5. gr. bókunarinnar með vísan til b-liðar 2. mgr. sömu greinar. Var það talin ónauðsynleg takmörkun á tjáningarfrelsinu að gera háð í þessu sambandi refsivert, enda fæli það ekki í sér niðurlægingu þeirra hópa sem í hlut ættu. Sams konar fyrirvari var gerður af hálfu Finnlands og Noregs við fullgildingu bókunarinnar.
    Samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga skal refsa þeim sem dróttar að öðrum manni einhverju því sem verða mundi virðingu hans til hnekkis eða ber slíka aðdróttun út. Auk þess gætu ákvæði breyttrar 233. gr. a almennra hegningarlaga átt við þegar þannig háttar til sem segir í 5. gr. bókunarinnar. Hins vegar er hægt að hugsa sér mildari aðdróttanir sem ekki teljast refsiverðar samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, svo sem þegar hópur manna er gerður hlægilegur, háðsádeilu er beitt eða fyndni, en slík háttsemi nýtur verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Af þessari ástæðu er lagt til að Ísland geri fyrirvara í samræmi við b-lið 2. mgr. 5. gr.
    Í 6. gr. bókunarinnar er fjallað um það að þræta fyrir, gera lítið úr, fallast á eða réttlæta þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyni. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar skulu aðildarríkin hafa refsiákvæði um að dreifa til almennings um tölvukerfi eða gera almenningi með öðrum hætti kleift að nálgast með sama hætti efni þar sem þrætt er fyrir, gert sem minnst úr, fallist á eða réttlættir eru verknaðir sem í felast þjóðarmorð eða glæpir gegn mannkyni í skilningi þjóðaréttar. Er þá litið til þess hvernig þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni eru staðfestir í endanlegum og bindandi dómum Alþjóðaherdómstólsins sem komið var á fót með Lundúnasamningnum frá 8. ágúst 1945 (Nürnberg-dómstóllinn) eða hvers annars alþjóðadómstóls sem stofnsettur er með viðeigandi alþjóðlegum gerningum sem aðilinn fellst á að hafi lögsögu í viðkomandi málum. Samkvæmt a-lið 2. mgr. 6. gr. getur samningsaðili gert kröfu um að afneitun sú eða úrdráttur, sem um getur í 1. mgr., sé viðhafður í því skyni að kynda undir hatri, mismunun eða ofbeldi sem beint er gegn hvaða einstaklingi eða hópi einstaklinga sem er og á rót sína að rekja til kynþáttar, litarháttar, ætternis eða þjóðlegs eða þjóðernislegs uppruna og til trúarbragða, séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta. Þá geta ríki áskilið sér rétt til þess að beita ekki ákvæðum 1. mgr. í heild eða að hluta, sbr. b-lið 2. mgr. 6. gr. Í stað þess að gera enn frekari breytingar á 233. gr. a almennra hegningarlaga er lagt til að gerður verði fyrirvari í samræmi við b-lið 2. mgr. 6. gr. um að beita ekki ákvæðum 1. mgr. í heild eða að hluta. Þess má geta að Danmörk, Noregur og Finnland hafa einnig gert fyrirvara við beitingu 1. mgr. 6. gr.
    Samkvæmt 7. gr. bókunarinnar er skylt að gera hlutdeild í brotum sem tilgreind eru í 3.–6. gr. hennar refsiverða.
    Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. bókunarinnar öðlast hún gildi gagnvart hverju því ríki, sem síðar lýsir sig samþykkt því að vera bundið af henni, fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er skjal þess um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki er afhent til vörslu.
    Samhliða framlagningu þingsályktunartillögu þessarar leggur innanríkisráðherra fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum. Í frumvarpinu er tekið mið af bókuninni, en gert er ráð fyrir að 233. gr. a almennra hegningarlaga verði breytt þannig að m.a. verði verknaðir, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri, gerðir refsiverðir.


Fylgiskjal.


VIÐBÓTARBÓKUN
VIÐ
SAMNINGINN UM TÖLVUBROT, ÞAR SEM VERKNAÐIR, SEM LÝSA KYNÞÁTTA- OG ÚTLENDINGAHATRI OG FRAMDIR ERU MEÐ ÞVÍ AÐ HAGNÝTA TÖLVUKERFI, ERU GERÐIR REFSINÆMIR.


Strassborg, 28. janúar 2003.


    Aðildarríki Evrópuráðsins og önnur ríki, sem eiga aðild að samningnum um tölvubrot sem var lagður fram til undirritunar í Búdapest þann 23. nóvember 2001, sem undirrita bókun þessa,
    sem hafa í huga að markmið Evrópuráðsins er að efla einingu meðal aðildarríkjanna,

    sem minnast þess að hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum,
    sem leggja áherslu á nauðsyn þess að tryggja að öll réttindi mannsins verði virt í reynd að fullu og með skilvirkum hætti og án þess að mönnum sé mismunað eða að gerður sé greinarmunur á þeim, eins og kemur fram í evrópskum og öðrum alþjóðlegum gerningum,
    sem eru þess fullviss að verknaðir, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri, eru brot á mannréttindum og ógnun við réttarríkið og stöðugleika í anda lýðræðis,
    sem telja brýnt að í krafti landslaga og þjóðaréttar sé brugðist með viðhlítandi og lögformlegum hætti við áróðri sem lýsir kynþátta- og útlendingahatri og er rekinn með því að hagnýta til þess tölvukerfi,
    sem gera sér grein fyrir því að oft er áróður fyrir slíkum verknuðum gerður refsinæmur í innlendri löggjöf,
    sem hafa hliðsjón af ákvæðum samningsins um tölvubrot sem mæla fyrir um samvinnu þjóða í milli þar sem beitt er nútímaaðferðum og aðferðum, sem unnt er að laga að breyttum aðstæðum, og eru þess fullviss að nauðsyn ber til að samræma efnisreglur laga sem fjalla um baráttuna gegn áróðri fyrir kynþátta- og útlendingahatri,
    sem gera sér grein fyrir því að tölvukerfi skapa skilyrði fyrir því að stuðla að tjáningarfrelsi og samskiptum um heim allan sem engin fordæmi eru fyrir,
    sem kannast við að tjáningarfrelsi er ein af máttarstoðum lýðræðisþjóðfélagsins og eitt frumskilyrða þess að því geti miðað áfram og þess að allir menn geti tekið framförum,
    sem telja samt hættuna á því, að slík tölvukerfi séu rang- eða misnotuð í því skyni að breiða út áróður fyrir kynþátta- og útlendingahatri, áhyggjuefni,
    sem hafa í huga nauðsyn þess að tryggt sé að eðlilegt jafnvægi ríki milli tjáningarfrelsis og skeleggrar baráttu gegn verknuðum sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri,
    sem kannast við að bókun þessari er ekki ætlað að hafa áhrif á viðtekin frumatriði á sviði tjáningarfrelsis í innlendum réttarkerfum,
    sem taka tillit til viðeigandi lagagerninga á sviði þjóðaréttar, sem fjalla um þessi málefni, einkum sáttmálans um verndun mannréttinda og mannfrelsis og bókunar 12 við hann um allsherjarbann við mismunun, gildandi samninga Evrópuráðsins um samvinnu á sviði hegninga, einkum samningsins um tölvubrot, alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis frá 21. desember 1965, gernings Evrópusambandsins um sameiginlegar aðgerðir frá 15. júlí 1996 sem ráðið samþykkti á grundvelli greinar K.3 í sáttmálanum um Evrópusambandið og fjallar um aðgerðir gegn kynþátta- og útlendingahatri,

    sem fagna nýjungum, sem auka enn frekar skilning þjóða í milli á því og samvinnu um það að berjast gegn tölvubrotum og kynþátta- og útlendingahatri,
    sem hafa hliðsjón af aðgerðaáætluninni sem þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins samþykktu í tilefni af öðrum fundi sínum (í Strassborg 10. til 11. október 1997) og ætlað var að finna sameiginleg andsvör við þróun hinnar nýju upplýsingatækni er byggi á viðmiðunarreglum og gildum Evrópuráðsins,
    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

I. kafli – Almenn ákvæði.
1. gr.
Tilgangur.

    Bókun þessari er ætlað að vera viðbót, að því er varðar aðila að bókuninni, við ákvæði samningsins um tölvubrot, sem var lagður fram til undirritunar í Búdapest 23. nóvember 2001 (hér á eftir nefndur „samningurinn“), viðvíkjandi því að gera verknaði, sem lýsa kynþátta- og útlendingahatri og framdir eru með því að hagnýta tölvukerfi, refsinæma.

2. gr.
Skilgreining.

1.     Í bókun þessari hefur eftirfarandi hugtak þá merkingu sem hér greinir:
    „efni sem lýsir kynþátta- og útlendingahatri“ merkir allt ritað efni, myndir eða annars konar framsetningu hugmynda eða kenninga sem mæla með, stuðla að eða kynda undir hatri, mismunun eða ofbeldi sem er beint gegn hvaða einstaklingi eða hópi einstaklinga sem er og á rót sína að rekja til kynþáttar, litarháttar, ætternis eða þjóðlegs eða þjóðernislegs uppruna og til trúarbragða, séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta.
2.     Leggja ber sömu merkingu í orð og orðatiltæki, sem notuð eru í bókun þessari, og gert er í samningnum.

II. kafli – Ráðstafanir innanlands.
3. gr.
Útbreiðsla efnis, sem lýsir kynþátta- og útlendingahatri, um tölvukerfi.

1.     Hver aðili skal setja lagaákvæði og samþykkja aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að geta gert eftirfarandi háttsemi refsinæma samkvæmt landslögum sínum þegar um ásetning er að ræða og hún er höfð uppi án réttar:
    að dreifa, eða gera aðgengilegt með öðrum hætti, efni, sem lýsir kynþátta- og útlendingahatri, til almennings um tölvukerfi.     
2.     Aðili getur áskilið sér rétt til þess að lýsa ekki refsiábyrgð á hendur manni fyrir háttsemi, samanber skilgreiningu í 1. mgr. greinar þessarar, þar sem í efninu, samanber skilgreiningu í 1. mgr. 2. gr., er mælt með, stuðlað að eða kynnt undir mismunun, sem á hvorki skylt við hatur né ofbeldi, að því tilskildu að önnur áhrifarík úrræði séu fyrir hendi.
3.     Aðili getur, þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. greinar þessarar, áskilið sér rétt til þess að beita ekki ákvæðum 1. mgr. er um ræðir mismunun sem hann getur ekki gripið til áhrifaríkra úrræða vegna, eins og um getur í fyrrnefndri 2. mgr., vegna viðtekinna frumatriða á sviði tjáningarfrelsis í innlendu réttarkerfi sínu.

4. gr.
Ógnun sprottin af kynþátta- og útlendingahatri.

    Hver aðili skal setja lagaákvæði og samþykkja aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að geta gert eftirfarandi háttsemi refsinæma samkvæmt landslögum sínum þegar um ásetning er að ræða og hún er höfð uppi án réttar:
    að hóta, um tölvukerfi, að fremja alvarlegt hegningarlagabrot, samanber skilgreiningu í landslögum hans, gagnvart i) einstaklingum, af þeirri ástæðu að þeir tilheyri hópi sem er greindur frá öðrum eftir kynþætti, litarhætti, ætterni eða þjóðlegum eða þjóðernislegum uppruna og eftir trúarbrögðum séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta, eða ii) hópi einstaklinga sem er greindur frá öðrum eftir einhverju þessara sérkenna.

5. gr.
Svívirðing sprottin af kynþátta- og útlendingahatri.

1.     Hver aðili skal setja lagaákvæði og samþykkja aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að geta gert eftirfarandi háttsemi refsinæma samkvæmt landslögum sínum þegar um ásetning er að ræða og hún er höfð uppi án réttar:
    að svívirða opinberlega, um tölvukerfi, i) einstaklinga, af þeirri ástæðu að þeir tilheyri hópi sem er greindur frá öðrum eftir kynþætti, litarhætti, ætterni eða þjóðlegum eða þjóðernislegum uppruna og eftir trúarbrögðum séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta, eða ii) hóp einstaklinga sem er greindur frá öðrum eftir einhverju þessara sérkenna.
2.     Aðili getur annaðhvort:
    a)    gert kröfu um að brot það, er um getur í 1. mgr. greinar þessarar, geri það að verkum að einstaklingi eða hópi einstaklinga, er um getur í 1. mgr., sé sýnt hatur eða fyrirlitning eða að hæðst sé að honum; eða
    b)    áskilið sér rétt til þess að beita ekki ákvæðum 1. mgr. greinar þessarar í heild eða að hluta.

6. gr.
Að þræta fyrir, gera sem minnst úr, fallast á eða réttlæta þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyni.

1.     Hver aðili skal setja lagaákvæði og samþykkja aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að geta gert eftirfarandi háttsemi refsinæma samkvæmt landslögum sínum þegar um ásetning er að ræða og hún er höfð uppi án réttar:
    að dreifa til almennings um tölvukerfi eða gera honum með öðrum hætti kleift að nálgast með sama hætti efni þar sem þrætt er fyrir, gert sem minnst úr, fallist á eða réttlættir eru verknaðir sem í felst þjóðarmorð eða glæpir gegn mannkyni í skilningi þjóðaréttar og eins og það eða þeir eru viðurkenndir sem slíkir í endanlegum og bindandi dómum Alþjóðaherdómstólsins, sem komið var á fót með Lundúnasamningnum frá 8. ágúst 1945, eða hvers annars alþjóðadómstóls stofnsettum með viðeigandi alþjóðlegum gerningum og sem aðilinn fellst á að hafi lögsögu í viðkomandi málum.
2.     Aðili getur annaðhvort:
    a)    gert kröfu um að afneitun sú eða úrdráttur, sem um getur í 1. mgr. greinar þessarar, sé viðhafður í því skyni að kynda undir hatri, mismunun eða ofbeldi sem er beint gegn hvaða einstaklingi eða hópi einstaklinga sem er og á rót sína að rekja til kynþáttar, litarháttar, ætternis eða þjóðlegs eða þjóðernislegs uppruna og til trúarbragða, séu þau notuð sem tylliástæða fyrir einhverjum fyrrnefndra þátta; eða að öðrum kosti
    b)    áskilið sér rétt til þess að beita ekki ákvæðum 1. mgr. greinar þessarar í heild eða að hluta.

7. gr.
Að aðstoða við að fremja brot eða hvetja til þess.

    Hver aðili skal setja lagaákvæði og samþykkja aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að geta gert þá háttsemi refsinæma samkvæmt landslögum sínum, þegar um ásetning er að ræða, að aðstoða við eða hvetja til þess að eitthvert þeirra brota, sem gerð eru refsinæm samkvæmt bókun þessari, séu framin og tilgangurinn sé að það verði gert.

III. kafli – Tengsl milli samningsins og bókunar þessarar.
8. gr.
Tengsl milli samningsins og bókunar þessarar.

1.     Ákvæði 1., 12., 13., 22., 41, 44, 45. og 46. gr. samningsins gilda um bókun þessa að breyttu breytanda.
2.     Aðilarnir skulu færa út gildissvið þeirra ráðstafana, sem gerð er grein fyrir í 14. til 21. gr. og 23. til 35. gr. samningsins, til 2. til 7. gr. bókunar þessarar.


IV. kafli – Lokaákvæði.
9. gr.
Lýst yfir samþykki þess að vera bundinn af bókun þessari.

1.     Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu ríkja, sem hafa undirritað samninginn, og er þeim heimilt að lýsa yfir samþykki sínu fyrir því að vera bundin af henni annaðhvort með:
    a)    undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki; eða
    b)    undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki.
2.     Ríki er óheimilt að undirrita bókun þessa án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki eða að afhenda skjal um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu nema það hafi þegar afhent eða afhendi jafnframt skjal um fullgildingu samningsins, staðfestingu hans eða samþykki til vörslu.
3.     Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.

10. gr.
Gildistaka.

1.     Bókun þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er fimm ríki hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af bókuninni í samræmi við ákvæði 9. gr.


2.     Bókunin öðlast gildi gagnvart hverju því ríki, sem síðar lýsir sig samþykkt því að vera bundið af henni, fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er hún var undirrituð án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki eða frá því að skjal þess um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki er afhent til vörslu.

11. gr.
Aðild.

1.     Þegar bókun þessi hefur öðlast gildi getur hvert ríki, sem hefur gerst aðili að samningnum, einnig gerst aðili að henni.
2.     Ganga skal frá aðild með því að afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins skjal um aðild til vörslu sem öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er það er afhent til vörslu.

12. gr.
Fyrirvarar og yfirlýsingar.

1.     Fyrirvarar, sem aðili gerir við ákvæði samningsins, eða yfirlýsingar viðvíkjandi því skulu og gilda um bókun þessa nema aðilinn gefi út yfirlýsingu um annað við undirritun eða þegar hann afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu.
2.     Hverjum aðila er heimilt, við undirritun eða þegar hann afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu, að lýsa því yfir, með skriflegri tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, að hann nýti sér þann kost að gera fyrirvara, einn eða fleiri, sem kveðið er á um í 3, 5. og 6. gr. bókunar þessarar. Aðila er jafnhliða heimilt að nýta sér þann kost, með tilliti til ákvæða bókunar þessarar, að gera einn eða fleiri fyrirvara, sem kveðið er á um í 2. mgr. 22. gr. og 1. mgr. 41. gr. samningsins, án tillits til þeirra ráðstafana sem hann grípur til samkvæmt samningnum. Óheimilt er að gera aðra fyrirvara.
3.     Hverju ríki er heimilt, við undirritun eða þegar skjal þess um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild er afhent til vörslu, að lýsa því yfir, með skriflegri tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, að það nýti sér þann kost að gera kröfu um viðbótaratriði samanber ákvæði a-liðar 2. mgr. 5. gr. og a-liðar 2. mgr. 6. gr. bókunar þessarar.

13. gr.
Staða og afturköllun fyrirvara.

1.     Aðili, sem hefur gert fyrirvara í samræmi við 12. gr. hér að framan, skal afturkalla hann, að hluta eða öllu leyti, eins fljótt og aðstæður leyfa. Fyrirvarinn tekur gildi þann dag er tilkynning, sem beint er til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, berst honum í hendur. Komi fram í tilkynningunni að afturköllun fyrirvarans skuli taka gildi á ákveðnum degi, sem þar er tilgreindur, og renni sá dagur upp eftir þann dag er aðalframkvæmdastjórinn veitir tilkynningunni viðtöku skal afturköllunin taka gildi seinni daginn.

2.     Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins getur grennslast reglulega fyrir um líkur þess, hjá aðilum sem gert hafa einn fyrirvara eða fleiri eins og um getur í 12. gr., að fyrirvarinn eða fyrirvararnir verði afturkallaðir.

14. gr.
Landsvæði þar sem bókunin gildir.

1.     Hverjum aðila er heimilt, við undirritun eða þegar hann afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu, að tilgreina það eða þau landsvæði þar sem bókun þessi skal gilda.
2.     Hvert aðili getur hvenær sem er síðar útvíkkað, með yfirlýsingu sem er send aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, gildissvið bókunar þessarar til þess að það megi ná til hvers annars landsvæðis sem er tilgreint í yfirlýsingunni. Bókunin öðlast gildi, að því er slíkt landsvæði varðar, fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn veitir slíkri yfirlýsingu viðtöku.
3.     Heimilt er að afturkalla hverja þá yfirlýsingu, sem er gefin samkvæmt tveimur undanfarandi málsgreinum og varðar hvert það landsvæði sem þar er tilgreint, með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn veitir slíkri tilkynningu viðtöku.

15. gr.
Uppsögn.

1.     Hver aðili getur hvenær sem er sagt upp bókun þessari með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins.
2.     Uppsögnin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn veitir tilkynningunni viðtöku.



16. gr.
Tilkynningar.

    Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðsins, ríkjum, sem ekki eru aðilar að Evrópuráðinu en hafa tekið þátt í gerð bókunar þessarar, og hverju því ríki sem hefur gerst aðili að bókun þessari eða verið boðin aðild að henni um:
    a)    hverja undirritun;
    b)    afhendingu hvers skjals um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild;
    c)    hvern gildistökudag bókunar þessarar skv. 9., 10. og 11. gr.;
    d)    hverja aðra gerð, tilkynningu eða orðsendingu varðandi bókun þessa.

    Þessu til staðfestu hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókun þessa.
    Gjört í Strassborg 28. janúar 2003 í einu eintaki á ensku og einu eintaki á frönsku, sem verða afhent til vörslu í skjalasafni Evrópuráðsins, og eru báðir textarnir jafngildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda hverju aðildarríki Evrópuráðsins, ríkjum, sem eru ekki aðilar að Evrópuráðinu en hafa tekið þátt í gerð bókunar þessarar, og hverju ríki, sem boðið er að gerast aðili að henni, staðfest endurrit.

ADDITIONAL PROTOCOL TO THE
CONVENTION ON CYBERCRIME,
CONCERNING THE CRIMINALISATION
OF ACTS OF A RACIST AND
XENOPHOBIC NATURE COMMITTED
THROUGH COMPUTER SYSTEMS


Strasbourg, 28.I.2003


    The member States of the Council of Europe and the other States Parties to the Convention on Cybercrime, opened for signature in Budapest on 23 November 2001, signatory hereto;
    Considering that the aim of the Council of Europe is to achieve a greater unity between its members;
    Recalling that all human beings are born free and equal in dignity and rights;
    Stressing the need to secure a full and effective implementation of all human rights without any discrimination or distinction, as enshrined in European and other international instruments;


    Convinced that acts of a racist and xenophobic nature constitute a violation of human rights and a threat to the rule of law and democratic stability;

    Considering that national and international law need to provide adequate legal responses to propaganda of a racist and xenophobic nature committed through computer systems;

    Aware of the fact that propaganda to such acts is often subject to criminalisation in national legislation;
    Having regard to the Convention on Cybercrime, which provides for modern and flexible means of international co-operation and convinced of the need to harmonise substantive law provisions concerning the fight against racist and xenophobic propaganda;


    Aware that computer systems offer an unprecedented means of facilitating freedom of expression and communication around the globe;
    Recognising that freedom of expression constitutes one of the essential foundations of a democratic society, and is one of the basic conditions for its progress and for the development of every human being;
    Concerned, however, by the risk of misuse or abuse of such computer systems to disseminate racist and xenophobic propaganda;
    Mindful of the need to ensure a proper balance between freedom of expression and an effective fight against acts of a racist and xenophobic nature;

    Recognising that this Protocol is not intended to affect established principles relating to freedom of expression in national legal systems;
    Taking into account the relevant international legal instruments in this field, and in particular the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms and its Protocol No. 12 concerning the general prohibition of discrimination, the existing Council of Europe conventions on co-operation in the penal field, in particular the Convention on Cybercrime, the United Nations International Convention on the Elimination of All Forms of Racial Discrimination of 21 December 1965, the European Union Joint Action of 15 July 1996 adopted by the Council on the basis of Article K.3 of the Treaty on European Union, concerning action to combat racism and xenophobia;
    Welcoming the recent developments which further advance international understanding and co-operation in combating cybercrime and racism and xenophobia;
    Having regard to the Action Plan adopted by the Heads of State and Government of the Council of Europe on the occasion of their Second Summit (Strasbourg, 10-11 October 1997) to seek common responses to the developments of the new technologies based on the standards and values of the Council of Europe;
    Have agreed as follows:

Chapter I – Common provisions

Article 1 – Purpose

    The purpose of this Protocol is to supplement, as between the Parties to the Protocol, the provisions of the Convention on Cybercrime, opened for signature in Budapest on 23 November 2001 (hereinafter referred to as "the Convention"), as regards the criminalisation of acts of a racist and xenophobic nature committed through computer systems.


Article 2 – Definition

1     For the purposes of this Protocol:

    "racist and xenophobic material" means any written material, any image or any other representation of ideas or theories, which advocates, promotes or incites hatred, discrimination or violence, against any individual or group of individuals, based on race, colour, descent or national or ethnic origin, as well as religion if used as a pretext for any of these factors.


2     The terms and expressions used in this Protocol shall be interpreted in the same manner as they are interpreted under the Convention.

Chapter II – Measures to be taken at national level

Article 3 – Dissemination of racist and xenophobic material through computer systems

1     Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally and without right, the following conduct:
    distributing, or otherwise making available, racist and xenophobic material to the public through a computer system.
2     A Party may reserve the right not to attach criminal liability to conduct as defined by paragraph 1 of this article, where the material, as defined in Article 2, paragraph 1, advocates, promotes or incites discrimination that is not associated with hatred or violence, provided that other effective remedies are available.
3     Notwithstanding paragraph 2 of this article, a Party may reserve the right not to apply paragraph 1 to those cases of discrimination for which, due to established principles in its national legal system concerning freedom of expression, it cannot provide for effective remedies as referred to in the said paragraph 2.

Article 4 – Racist and xenophobic motivated threat

    Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally and without right, the following conduct:
    threatening, through a computer system, with the commission of a serious criminal offence as defined under its domestic law, (i) persons for the reason that they belong to a group, distinguished by race, colour, descent or national or ethnic origin, as well as religion, if used as a pretext for any of these factors, or (ii) a group of persons which is distinguished by any of these characteristics.


Article 5 – Racist and xenophobic motivated insult

1     Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally and without right, the following conduct:
    insulting publicly, through a computer system, (i) persons for the reason that they belong to a group distinguished by race, colour, descent or national or ethnic origin, as well as religion, if used as a pretext for any of these factors; or (ii) a group of persons which is distinguished by any of these characteristics.

2     A Party may either:
    a    require that the offence referred to in paragraph 1 of this article has the effect that the person or group of persons referred to in paragraph 1 is exposed to hatred, contempt or ridicule; or

    b    reserve the right not to apply, in whole or in part, paragraph 1 of this article.

Article 6 – Denial, gross minimisation, approval or justification of genocide or crimes against humanity

1     Each Party shall adopt such legislative measures as may be necessary to establish the following conduct as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally and without right:

    distributing or otherwise making available, through a computer system to the public, material which denies, grossly minimises, approves or justifies acts constituting genocide or crimes against humanity, as defined by international law and recognised as such by final and binding decisions of the International Military Tribunal, established by the London Agreement of 8 August 1945, or of any other international court established by relevant international instruments and whose jurisdiction is recognised by that Party.


2     A Party may either
    a    require that the denial or the gross minimisation referred to in paragraph 1 of this article is committed with the intent to incite hatred, discrimination or violence against any individual or group of individuals, based on race, colour, descent or national or ethnic origin, as well as religion if used as a pretext for any of these factors, or otherwise


    b    reserve the right not to apply, in whole or in part, paragraph 1 of this article.


Article 7 – Aiding and abetting

    Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally and without right, aiding or abetting the commission of any of the offences established in accordance with this Protocol, with intent that such offence be committed.

Chapter III – Relations between the Convention and this Protocol

Article 8 – Relations between the Convention and this Protocol

1     Articles 1, 12, 13, 22, 41, 44, 45 and 46 of the Convention shall apply, mutatis mutandis, to this Protocol.
2     The Parties shall extend the scope of application of the measures defined in Articles 14 to 21 and Articles 23 to 35 of the Convention, to Articles 2 to 7 of this Protocol.

Chapter IV – Final provisions


Article 9 – Expression of consent to be bound

1     This Protocol shall be open for signature by the States which have signed the Convention, which may express their consent to be bound by either:

    a    signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
    b    signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval.
2     A State may not sign this Protocol without reservation as to ratification, acceptance or approval, or deposit an instrument of ratification, acceptance or approval, unless it has already deposited or simultaneously deposits an instrument of ratification, acceptance or approval of the Convention.
3     The instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary General of the Council of Europe.


Article 10 – Entry into force

1     This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date on which five States have expressed their consent to be bound by the Protocol, in accordance with the provisions of Article 9.
2     In respect of any State which subsequently expresses its consent to be bound by it, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of its signature without reservation as to ratification, acceptance or approval or deposit of its instrument of ratification, acceptance or approval.


Article 11 – Accession

1     After the entry into force of this Protocol, any State which has acceded to the Convention may also accede to the Protocol.
2     Accession shall be effected by the deposit with the Secretary General of the Council of Europe of an instrument of accession which shall take effect on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of its deposit.


Article 12 – Reservations and declarations
1     Reservations and declarations made by a Party to a provision of the Convention shall be applicable also to this Protocol, unless that Party declares otherwise at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession.
2     By a written notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe, any Party may, at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession, declare that it avails itself of the reservation(s) provided for in Articles 3, 5 and 6 of this Protocol. At the same time, a Party may avail itself, with respect to the provisions of this Protocol, of the reservation(s) provided for in Article 22, paragraph 2, and Article 41, paragraph 1, of the Convention, irrespective of the implementation made by that Party under the Convention. No other reservations may be made.
3     By a written notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe, any State may, at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession, declare that it avails itself of the possibility of requiring additional elements as provided for in Article 5, paragraph 2.a, and Article 6, paragraph 2.a, of this Protocol.

Article 13 – Status and withdrawal of reservations

1     A Party that has made a reservation in accordance with Article 12 above shall withdraw such reservation, in whole or in part, as soon as circumstances so permit. Such withdrawal shall take effect on the date of receipt of a notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe. If the notification states that the withdrawal of a reservation is to take effect on a date specified therein, and such date is later than the date on which the notifiation is received by the Secretary General, the withdrawal shall take effect on such a later date.
2     The Secretary General of the Council of Europe may periodically enquire with Parties that have made one or more reservations in accordance with Article 12 as to the prospects for withdrawing such reservation(s).


Article 14 – Territorial application

1     Any Party may at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession, specify the territory or territories to which this Protocol shall apply.

2     Any Party may, at any later date, by a declaration addressed to the Secretary General of the Council of Europe, extend the application of this Protocol to any other territory specified in the declaration. In respect of such territory, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of the declaration by the Secretary General.
3     Any declaration made under the two preceding paragraphs may, in respect of any territory specified in such declaration, be withdrawn by a notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe. The withdrawal shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such notification by the Secretary General.


Article 15 – Denunciation

1     Any Party may, at any time, denounce this Protocol by means of a notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe.
2     Such denunciation shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of the notification by the Secretary General.



Article 16 – Notification

    The Secretary General of the Council of Europe shall notify the member States of the Council of Europe, the non-member States which have participated in the elaboration of this Protocol as well as any State which has acceded to, or has been invited to accede to, this Protocol of:
    a    any signature;
    b    the deposit of any instrument of ratification, acceptance, approval or accession;
    c    any date of entry into force of this Protocol in accordance with its Articles 9, 10 and 11;
    d    any other act, notification or communication relating to this Protocol.

    In witness whereof the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Protocol.
         Done at Strasbourg, this 28 January 2003, in English and in French, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Council of Europe. The Secretary General of the Council of Europe shall transmit certified copies to each member State of the Council of Europe, to the non-member States which have participated in the elaboration of this Protocol, and to any State invited to accede to it.