Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 6. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 5/143.

Þingskjal 435  —  6. mál.


Þingsályktun

um leikskóla að loknu fæðingarorlofi.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur.
    Starfshópurinn greini faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til, þar á meðal varðandi mannafla- og húsnæðisþörf leikskóla miðað við áætlaða fjölgun leikskólabarna á aldrinum eins til tveggja ára, ásamt leiðum til fjármögnunar. Hópurinn kalli hagsmuna- og fagaðila til samráðs eftir því sem við á.
    Starfshópurinn skili tillögum til ráðherra fyrir 1. september 2014.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2013.